Fjórar stelpur í U14 ára landsliðinu

Um helgina áttu að fara fram æfingar hjá U14 ára landsliði kvenna en vegna fjölgunar smita var ákveðið að slá þeim á frest. Fjórar stelpur frá okkur voru valdar í hópinn en það voru þær Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir.

Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn sem voru einnig valdar til þátttöku í landsliðinu fyrr í sumar.

Við óskum stelpunum til hamingju með landsliðsvalið og velfarnaðar á æfingum helgarinnar. Landsliðsþjálfarar eru þeir Dagur Snær Steingrímsson og Guðmundur Helgi Pálsson.

Grótta semur við Igor Mrsulja

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samning við Igor Mrsulja. Igor er frá Serbíu og leikur sem leikstjórnandi. Hann er 27 ára gamall og hefur lengstan hluta ferilsins leikið með RK Partizan í heimalandi sínu. Auk þess hefur hann leikið í hollensku og ungversku úrvalsdeildunum. Í fyrra lék hann með Kikinda Grindex í serbnesku úrvaldsdeildinni.

Igor lék með yngri landsliðum Serbíu sem lék á lokakeppnum heims- og Evrópumóta árin 2011-2014. Hann varð tvisvar sinnum serbneskur meistari, bikarmeistari í Serbíu, bikarmeistari í Hollandi auk þess sem hann hefur mikla reynslu úr Evrópukeppnum með félagsliðum sínum.

Koma Igors til Gróttu styrkir liðið mikið enda góður alhliða leikmaður, bæði í sókn og vörn. Hann eykur breidd Gróttuliðsins og mun án efa hjálpa liðinu í sterkri Olísdeild á næsta tímabili.

Gabríel Örtenblad í U17 ára landsliðinu

Á föstudaginn var valið í öll yngri landslið HSÍ og eigum við einn fulltrúa í U17 ára landsliðinu, hann Gabríel Örtenblad Bergmann.

Gabríel er örvhentur og leikur aðallega sem hornamaður. Hann lék með 4.flokki í vetur en mun á næsta tímabili leika á yngsta ári 3.flokks karla.

Við óskum Gabríel til hamingju með valið og óskum honum góðs gengis á æfingunum um komandi helgi.

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu hefjast eftir helgi, þriðjudaginn 3.ágúst. Þarna gefst krökkum og unglingum tækifæri á að taka forskot á sæluna og hefja handboltatímabilið af krafti.

HANDBOLTASKÓLINN
* kl. 09:00-12:00 og fyrir krakka f. 2010-2015
* alla virka daga* boðið upp á gæslu frá kl. 08:00 og til 13:00
* skipt upp í þrjá hópa eftir aldri

AFREKSSKÓLINN
* kl. 12:30-14:00 og fyrir krakka f. 2006-2009
* mánudagar, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
* skipt upp í tvo hópa eftir aldri

Frábærir þjálfarar verða að leiðbeina krökkunum
– Andri Sigfússon
– Arnar Daði Arnarsson
– Ari Pétur Eiríksson
– Edda Steingrímsdóttir
– Hannes Grimm
– Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
– Lovísa Thompson
– Maksim Akbachev
– Patrekur Pétursson

Skráning fer fram í Sportabler. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við yfirþjálfara Gróttu, maksim@grotta.is eða handbolti@grotta.is

Áfram Grótta !

Katrín Helga og íslenska landsliðið í 5. sæti

Undanfarna daga hefur B-keppni EM hjá U19 ára landsliði kvenna farið fram í Norður Makedónía. Við vorum búin að segja frá því að Ísland missti sorglega af sæti í undanúrslitunum og þurfti því að leika um 5. – 8.sætið.

Fyrri leikurinn var gegn Kosóvó og vannst hann örugglega 37-23. Með þeim úrslitum léku íslensku stelpurnar við heimasæturnar í Norður Makedóníu um 5. sætið.

Íslenska liðið var betri aðilinn stærstan hluta leiksins en Norður Makedónía skoruðu seinustu mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan, 28-28. Í vítakeppninni sem var að ljúka höfðu íslensku stelpurnar betur og uppskáru 5. sætið.

Okkar manneskja, Katrín Helga Sigurbergsdóttir lék stórt hlutverk með U19 ára liðinu í keppninni, sérstaklega í dag gegn Norður Makedóníu og stóð sig vel.

Áfram Grótta og áfram Ísland !

Myndir: EHF

Davíð Hlöðvers áfram aðstoðarþjálfari

Það er með gleði í hjarta að geta tilkynnt Davíð Örn Hlöðversson áfram sem aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu. Davíð Örn þarf varla að kynna fyrir Gróttufólki en hann hefur þjálfað nær alla flokka Gróttu undanfarin 20 ár. Að auk er hann silfurmerkjahafi félagsins og hefur leikið 144 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu.

Continue reading

Ívar Logi Styrmisson til Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert eins árs lánssamning við Ívar Loga Styrmisson. Ívar Logi er fæddur árið 2000 og kemur frá ÍBV þar sem hann er uppalinn. Ívar Logi hefur leikið undanfarin þrjú árin í Olísdeildinni með ÍBV og á seinustu leiktíð skoraði hann 13 mörk í 20 leikjum.

Continue reading

Átta frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 12. – 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:

Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja ÁrnadóttirKristín
Fríða Sc. Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Arnar Magnús Andrason
Fannar Hrafn Hjartarson
Patrekur Ingi Þorsteinsson
Kolbeinn Thors

Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Segja má að upphaf handboltastarfsins eftir stutt sumarfrí sé Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu í handbolta í ágúst. Þá lifnar Íþróttahús Gróttu aftur til lífsins og allt verður eins og á að vera. Undanfarin ár hafa skólarnir verið vel sóttir en í ár mun Maksim Akbachev yfirþjálfari hafa veg og vanda að námskeiðinu ásamt frábæru þjálfurum deildarinnar.

Continue reading