Grótta sigurvegari á UMSK-mótinu

Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.

Continue reading

Grótta tekur við rekstri íþróttamannvirkja

Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.

Continue reading

Bæjarhátíð Seltjarnarness

Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, www.seltjarnarnes.is

Continue reading

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Continue reading

Pétur Árni í Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við hinn unga og efnilega Pétur Árna Hauksson til tveggja ára. Pétur Árni er örvhent skytta og kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur spilað alla sína tíð. Pétur Árni er 18 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var einmitt á dögunum valinn í lokahóp U18 ára landsliðsins sem fór til Þýskalands í lok júní á æfingamót og var einnig valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í ágúst.

Continue reading