Framkvæmdir hefjast – nýr inngangur að íþróttamiðstöð

Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.

Continue reading

Sex fengu bronsmerki Gróttu

Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.

Continue reading

Handboltablað Gróttu 2017 er komið út

Nú á dögunum gaf handknattleiksdeild Gróttu út veglegt handboltablað. Markmiðið er að kynna það öfluga starf sem deildin stendur fyrir og afla tekna í leiðinni. Blaðinu er dreift í öll hús á Seltjarnarnesi auk þess sem það mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, s.s. veitingahúsum og stofnunum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Continue reading

Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild

Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur gengið frá starfslokum Þórhalls Dan Jóhannssonar, þjálfara meistaraflokks karla. Þórhalli var þröngt sniðinn stakkur þegar hann tók við liðinu haustið 2016, þá nýskriðunu upp í fyrstu deild.

Continue reading