Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.
Continue readingSex fengu bronsmerki Gróttu
Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.
Continue readingSóley Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar 2017
Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í kvöld og varð fimleikakonan Sóley Guðmundsdóttir fyrir valinu.
Continue readingLovísa Thompson íþróttamaður Gróttu 2017
Handknattleiksdkonan Lovísa Thompson var í kvöld valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn.
Continue readingJólarit knattspyrnudeildar komið út
Sjöunda árið í röð gefur knattspyrnudeild Gróttu út glæsilegt blað þar sem farið er yfir starf deildarinnar í máli og myndum.
Continue readingHandboltablað Gróttu 2017 er komið út
Nú á dögunum gaf handknattleiksdeild Gróttu út veglegt handboltablað. Markmiðið er að kynna það öfluga starf sem deildin stendur fyrir og afla tekna í leiðinni. Blaðinu er dreift í öll hús á Seltjarnarnesi auk þess sem það mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, s.s. veitingahúsum og stofnunum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.
Continue readingÁfram gakk – Pistill frá Magnúsi Erni Helgasyni
Endurbætur á íþróttahúsi okkar Seltirninga eru á næsta leyti. Grótta og bæjaryfirvöld hafa staðið í ströngu við undirbúningsvinnu síðustu misseri en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í desember á næsta ári.
Continue readingGrímur, Krummi og Orri léku með landsliðinu
Um liðna helgi lék 15-ára landslið Íslands æfingaleiki við Færeyjar. Valinn var 22 manna hópur fyrir leikina og átti Grótta þar þrjá fulltrúa, þá Grím Inga Jakobsson, Krumma Kaldal og Orra Stein Óskarsson. Sannarlega glæsilegt hjá ekki stærra félagi.
Continue readingDaði Laxdal kominn aftur í Gróttu
Daði Laxdal Gautason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Daði sem kemur frá norska úrvalsdeildarfélaginu Kolstad þarf ekki að kynna fyrir Gróttufólki enda uppalinn í félaginu og leikur sem skytta.
Continue readingFréttatilkynning frá knattspyrnudeild
Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur gengið frá starfslokum Þórhalls Dan Jóhannssonar, þjálfara meistaraflokks karla. Þórhalli var þröngt sniðinn stakkur þegar hann tók við liðinu haustið 2016, þá nýskriðunu upp í fyrstu deild.
Continue reading