Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 29. apríl 2021.
Continue readingMaksim Akbachev ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar
Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Hákon Bridde hefur sinnt undanfarið ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í samvinnu við stjórn og aðra þjálfara.Maksim gekk til liðs við Gróttu árið 2020 þegar hann hóf að þjálfa 4. flokk karla og kvenna.
Continue readingHandboltinn með fjáröflun – Kjötkompaní matarpakkar
Kjötkompaní er einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Gróttu og nú höfum við sett af stað aðra fjáröflun í samstarfi við Kjötkompaníið. Frábærir matarpakkar frá þeim eru komnir í vefverslun Gróttu og stendur fjáröflunin út laugardaginn 24. apríl.
Continue readingGrótta og Tryggja í samstarf
Íþróttafélagið Grótta og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr.
Continue readingFlügger og Grótta í samstarf
Nú gefst þér tækifæri að kaupa í gegnum staðgreiðslureikning Gróttu og fá að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger.
Continue readingLumar þú á ljósmyndum úr sögu Gróttu ?
Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Við byrjuðum fyrir jól að kynna átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu okkar í hverri viku.
Continue readingÍþróttastarf fellur niður til 15. apríl
Eftir að fundi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar lauk nú rétt áðan er ljóst að allt íþróttastarf barna og fullorðinna mun liggja niðri frá og með morgundeginum og mun lokunin mun vara í a.m.k. þrjár vikur.
Continue readingFreyja íslandsmeistari í unglingaflokki
Á Íslandsmótinu i áhaldafimleikum sem fram fór um helgina gerði Freyja Hannesdóttir okkar sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki.
Continue readingNanna íslandsmeistari í áhaldafimleikum
Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum kvenna. Nanna Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í áhaldafimleikum í kvennaflokki.
Continue reading14 leikmenn Gróttu boðaðir á landsliðsæfingar á dögunum
Níu drengir voru boðaðir á landsliðsæfingar hjá fjórum landsliðum og fimm stúlkur hjá tveimur landsliðum. Ólafur Brim Stefánsson leikmaður meistaraflokks karla var valinn í æfingahóp hjá U-21 landsliðshópnum en þær æfingar féllu niður sökum þess að verkefni U-21 árs landsliðsins sem framundan var í sumar hefur verið aflýst sökum heimsfaraldurs. Ari Pétur Eiríksson leikmaður 3.flokks og meistaraflokks æfði með U-19 ára landsliðinu. Þrír leikmenn æfðu með U-17 ára liðinu, þeir Birgir Örn Arnarsson, Gabríel Örtenblad Bergmann og Hilmir Örn Nielsen en tveir síðar nefndu eru leikmenn í 4.flokki. Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Hannes Pétur Hauksson og Hrafn Ingi Jóhannson æfðu með U-15 ára landsliðinu allir eru þeir á yngri ári í 4.flokki.
Um komandi helgi munu þær, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Patricia Dúa Thompson æfa með U-21 landsliðinu og á meðan munu þær Katrín Anna Ásmundsdóttir og Joanna Marianova Siarova æfa með U-17 ára landsliðinu. Allar eru þær í meistaraflokki Gróttu auk þess að leika með yngri flokkum félagsins.