Æfingatafla handboltans

Æfingar allra flokka hefjast föstudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.

Allar æfingarnar eru komnar í Abler.

Upplýsingar um þjálfara má finna á heimasíðu Gróttu, https://grotta.is/handknattleiksdeild/thjalfarar/

Skráning í handboltastarfið er í fullum gangi en beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Ef það eru einhverjar spurningar um starfið, þá hafið endilega samband við Andra eða yfirþjálfara á [email protected] eða [email protected]

Sjáumst í handbolta í vetur !

Æfingar í 9.flokki

Í byrjun september hefjast handboltaæfingar fyrir krakka á leikskólaaldri, fædda 2020 og 2021. Æfingarnar fara fram á laugardögum í vetur kl. 09:15-10:00.

Þjálfarar flokksins eru þær Arndís María Erlingsdóttir og Eva Björk Hlöðversdóttir sem báðar hafa áralangra reynslu sem þjálfarar yngri flokka. Arndís María er grunnskólakennari og Eva Björk hefur B.Sc. í uppeldis- og menntunarfræðum.

Fyrsta æfingin fer fram laugardaginn 6.september. Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum. Eingöngu er pláss fyrir 30 iðkendur.

Skráning fer fram í Abler. Beinn hlekkur á skráninguna er hérna: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDM0ODI=

Frábærri Partille Cup-ferð lokið

Í nótt kom þreyttur en sæll Gróttuhópur heim eftir vikudvöl í Gautaborg í Svíþjóð. 84 iðkendur og 16 þjálfarar og fararstjórar fóru fyrir hönd Gróttu á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup. Grótta tefldi fram 10 liðum sem öll lögðu allt í sölurnar í leikjum gegn nýjum andstæðingum. Mótið er það stærsta í heimi en rúmlega 20.000 keppendur frá öllum heimshornum taka þátt í mótinu.

Þó að leikirnir hafi verið aðalatriðið þá var margt annað gert. Krakkarnir fóru í Skara Sommarland vatnsrennibrautar- og skemmtigarð, horfðu á U19 ára landslið karla með Bessa innanborðs næla sér í silfur, fóru í verslunarleiðangra, fóru í GoKart, kíktu í Liseberg skemmtigarðinn, studdu önnur Gróttulið í sinni keppni og margt, margt annað.

Öll liðin okkar stóðu sig vel innan- sem utanvallar. Okkar krakkar fengu mikið hrós fyrir umgengni og framkomu. Öll liðin léku 5-6 leiki í riðlakeppninni og síðan 1-6 leiki í úrslitakeppninni. Fjögur okkar liða fóru í A-úrslit, eitt fór í B-úrslit og fimm fóru í C-úrslitin.

Lengst náðu B13-1, B15-1 og G16 liðin okkar í A-úrslitum en þau komust í 32-liða úrslit. B14-1 gerði sér svo lítið fyrir og vann C-úrslitin.

Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá Gróttukrökkunum. Krakkarnir koma allir heim reynslunni ríkari og munu mæta sterk inn í næsta handboltavetur sem hefst í ágúst.

Bessi valinn í úrvalsliðið

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tók í síðustu viku þátt á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð. Gróttumaðurinn Bessi Teitsson var valinn í lokahóp liðsins og segja má að hann hafi hafi átt frábært mót líkt og íslenska liðið. Liðið komst allal leið í úrslit á mótinu en tapaði með minnsta mun gegn Spánverjum í úrslitaleik að viðstöddum 2300 áhorfendum í Scandinavium höllinni í Gautaborg. Liðið þurfti því að sætta sig við silfrið.

Að móti loknu var Bessi valinn í úrvalslið mótsins. Hann skoraði 19 mörk í mótinu.

Við óskum Bessa og U19 ára liðinu til hamingju með þennan frábæra árangur. Næsta verkefni liðsins er HM í handbolta í byrjum ágúst. Mótið fer fram í Egyptalandi. Við munum flytja fréttir af mótinu þegar að því kemur.

Handboltaskóli Gróttu/KR

Líkt og seinustu ár munum við vera með Handboltaskóla Gróttu/KR í fjórar vikur, 28.júlí – 21.ágúst. Hægt verður að skrá sig á stakar vikur en það er einnig hægt að skrá sig á öll námskeiðin. Öll skráning á námskeiðið fer fram í Abler.

Skólinn er fyrir krakka f. 2014-2019 eða þau sem verða í 1. – 6.bekk næsta vetur. Krökkunum verður skipt upp eftir aldri þannig að öll njóti sín sem best. Byrjendur jafnt sem lengra komin eru velkomin. Krakkarnir eru beðnir um að taka með sér nesti.

Námskeiðið er frá kl. 9:00-12:00 en við bjóðum upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00 og síðan aftur 12:00-13:00. Gæslan kostar 2000kr. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Við bjóðum einnig upp á Afreksskóla Gróttu/KR sem er fyrir iðkendur í 7. – 10.bekk næsta vetur, f. 2010-2013. Afreksskólinn er kl. 13:00-14:15.

Skólastjóri á námskeiðinu er Patrekur Pétursson Sanko en auk hans verða þjálfarar félagsins og góðir gestir.

Happdrætti – vinningaskrá

Í lok júní heldur Grótta á Partille Cup. Mótið er haldið í Gautaborg en 99 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar fara frá Gróttu á þetta stærsta og flottasta handboltamót í heimi.

Leikmenn hafa staðið í ströngu í vetur við að fjárafla fyrir ferðinni. Núna er komið að happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar eru í boði. Heildarverðmæti vinninga er rúmlega 1.500.000 kr. Hér að neðan má sjá vinningaskrána

Einn miði kostar 2500 kr og kosta þrír miðar 6000 kr.

Hægt er að kaupa miða hjá leikmönnum en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og kaupa miða þannig. Eingöngu verður dregið úr seldum miðum.

Áfram Grótta !

VINNINGASKRÁ:

10 Farmbox frá VAXA
2 gjafabréf frá Grandi 101
Snyrtivörur frá Aveeno
Southcoast Adventure Gjafabréf – Buggy fyrir 2
Southcoast Adventure Gjafabréf – Íshellaferð fyrir 2
Hárvörur frá Session hárstofu
4 gjafabréf frá Pizza 107
Snyrtivörur frá Sensai
Snyrtivörur frá Pharmaceris
Gjafavara frá Calmo
Gjafabréf frá Olivia
2 gjafabréf frá Craft verslun
Peysa frá Kenzen
Gjafabréf frá Flatey
2 vítamín pakkar frá Gula miðanum
2 gjafapakkar frá NUUN
2 gjafapakkar með húðvörum frá Cosrx
3 gjafabréf á áskrift hjá Sýn
3 gjafapakkar frá Ella’s Kitchen
3 gjafakassar frá Betty Crocker
4 Andrés Önd syrpur
Vítamínpakki frá Iceherbs
Gjafabréfa í hvalaskoðun frá Eldingu
4 gjafapakkar frá Hleðslu
5 gjafabréf í Valdísi
2 gjafabréf á Kaffibrennsluna
Gjafabréf frá Pizzunni
2 gjafapokar frá Innnesi
3 gjafabréf frá Andrá Reykjavík
2 gjafabréf frá Blómavali
2 gjafabréf frá Húsasmiðjunni
5 gjafapakkar frá Coke og Powerade
Dögurður fyrir 2 á Satt restaurant
2 gjafapakkar frá Lindsey
2 gjafabréf frá Lemon
Gjafabréf á Rauða Ljónið
2 Gjafabréf á 12 manna tertur frá Björnsbakarí
7 gjafapakkar frá Lýsi
2 gjafabréf frá Steikhúsinu
2 gjafabréf frá Sjávargrillinu
4 gjafabréf frá Djúpið Fiskvinnslu
Gjafabréf á ostakörfu frá MS
3 gjafabréf frá Pizza Popolare
2 gjafabréf frá Dineout
Gjafabréf frá Bragðlaukum
2 listaverk eftir Elsu Nielsen
Gjafapakki frá Happy Hydrate
2 gafabréf á 18 holu golfhring fyrir 2 á Nesvellinum
2 Olymp skyrtur frá Verslun Guðsteins
2 gjafabréf frá Melabúðinni
Gjafabréf frá Metta Sport
Gjafabréf á tónleika í Salnum Kópavogi
2 gjafabréf fyrir 2 í Bíó Paradís
Vöfflujárn frá Rafha
Gjafakort frá Te og Kaffi
Gjafakort frá Fly over Iceland
Gjafabréf fyrir 2 frá Eldhestum
2 gjafasett frá Bio Effect
2 gjafabréf frá Omnom ísbúðinni á Granda
2 Swiss tech bollar og 2 laser fjarlægðarmælar frá Þór Hf.
7 Panda gjafapakkar frá Nóa Siríus
Lavazza gjafakarfa frá Danól
Bondi sands brúnkukrem frá Danól
Snyrtivörur frá Danól
Blandari frá Ormsson
Gjafabréf frá World Class
Kaffivél frá Nespresso
Dyson sléttujárn frá Despec
LED borðar frá Despec
4 Sonett gjafapakkar frá Icepharma
4 Now vítamín gjafapakkar frá Icepharma
Gjafapakkar frá Good Good
4 sumargjafir frá A4
Merktur varningur frá Bónus
6 gjafabréf frá Serrano
Gjafabréf frá Vox Brasserie & Bar
2 Bíómiðar í Sambíóin frá Íslandsbanka
Inneignarkort hjá Orkunni
Frír þvottur fyrir bílinn hjá Löðri
Klippikort í Sundlaug Seltjarnarness
6 bækur frá Sölku bókabúð
Háls- og herðanuddtæki frá Eirberg
Hádegisverður fyrir 2 á Þrír Frakkar
3 sólarvarnarpakkar frá La Roche-Posay
Merktur varningur frá Komið gott hlaðvarp
Gjafabréf frá Icewear
Gjafabréf frá Elko
Gjafapakki frá Better you
Gjafabréf fyrir 2 í Adrenalíngarðinn
Gjafabréf frá Blómagallerí

Happdrætti / Partille Cup

Í lok júní heldur Grótta á Partille Cup. Mótið er haldið í Gautaborg en 99 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar fara frá Gróttu á þetta stærsta og flottasta handboltamót í heimi.

Leikmenn hafa staðið í ströngu í vetur við að fjárafla fyrir ferðinni. Núna er komið að happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar eru í boði. Heildarverðmæti vinninga er rúmlega 1.500.000 kr

Einn miði kostar 2500 kr og kosta þrír miðar 6000 kr.

Hægt er að kaupa miða hjá leikmönnum en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og kaupa miða þannig. Eingöngu verður dregið úr seldum miðum.

Áfram Grótta !

Velkominn heim Mummi

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Guðmund Árna Sigfússon, Mumma, sem yfirþjálfara yngri flokka,  aðalþjálfara 3. flokks kvenna og aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Með ráðningunni er verið að styrkja enn frekar faglegt starf deildarinnar en Mummi mun sinna stöðu yfirþjálfara yngri flokka ásamt Andra Sigfússyni, sem hefur verið yfirþjálfari síðastliðin ár. Þeir munu vinna þétt saman að áframhaldandi uppbyggingu í yngri flokkum félagins.

Yngri flokka starf Gróttu hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og iðkendum fjölgað mikið. Til að tryggja áframhaldandi gæði í þjálfun og uppeldi yngra iðkenda var ákveðið að bæta við starfsmanni og efla yfirþjálfarateymið enn frekar.

Einar Örn Jónsson hefur sinnt starfi þjálfara 3. flokks kvenna undanfarin ár og þökkum við Einari kærlega fyrir hans framlag og góðu þjálfun.

Mummi mun starfa við hlið Júlíusar Þóris Stefánssonar, aðalþjálfara meistaraflokks kvenna, og stýra hinu unga og efnilega kvennaliði meistaraflokks Gróttu.  Þar munu þeir halda áfram á þeirri uppbyggingavegferð sem Grótta hefur verið á undanfarin misseri með kvennaliðið og stýra því upp í deild þeirra bestu.

Mumma þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki. Hann er uppalinn á Nesinu, æfði með félaginu frá unga aldri, hóf þjálfun árið 1988 og er silfurmerkishafi Gróttu. Árið 2016 tók Mummi við sem yfirþjálfari og þjálfari hinna ýmsu flokka Fram og hefur starfað þar síðan við góðan orðstír. Hugurinn leitar þó alltaf heim og er mikil tilhlökkun hjá Barna- og unglingaráði og stjórn meistaraflokka Gróttu handboltans fyrir komandi tímabilum.

„Ég hlakka mikið til komandi verkefna hjá Gróttu. Það er rífandi gangur í yngri flokka starfinu og mikil spenna að halda áfram þeirri vegferð sem það starf hefur verið á. Stelpurnar í meistaraflokknum eru hungraðar að komast aftur á meðal bestu liða og það verður gaman að vinna með Úlla að því markmið. Fyrst og síðast er ánægður að vera kominn aftur á Nesið“ sagði Mummi þegar samningur var í höfn.

Við bjóðum Mumma hjartanlega velkominn heim og hlökkum til spennandi samstarfs á komandi árum!

Yfirþjálfarar yngri flokka Grótta – Andri Sigfússon og Guðmundur Árni Sigfússon

Deildarmeistarar 2.deildar

Grótta 2 varð á miðvikudaginn í þessu deildarmeistari 2.deildar karla eftir góðan sigur á Hvíta Riddaranum, 37-23 í Mosfellsbænum. Gróttustrákarnir fara því í gegnum veturinn án þess að tapa leik. Virkilega flottur árangur hjá liðinu.

Markaskor Gróttu í leiknum
Bessi Teitsson – 9 mörk
Gísli Örn Alfreðsson – 9 mörk
Sigurður Finnbogi Sæmundsson – 5 mörk
Þorsteinn Sæmundsson – 5 mörk
Helgi Skírnir Magnússon – 4 mörk
Antoine Óskar Pantano – 2 mörk
Birgir Örn Arnarsson – 1 mark
Ketill Sigurðarson – 1 mark
Sverrir Arnar Hjaltason – 1 mark

Í markinu varði Hannes Pétur Hauksson 8 skot (44%) og Arnar Magnús Andrason 7 skot (35%).