Halldór Árnason ráðinn til Gróttu

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Gróttu hefur samið við Halldór Árnason um að taka við þjálfun 2. og 5. flokks karla hjá félaginu. Halldór kemur til Gróttu frá Stjörnunni þar sem hann hefur starfað sem 2. flokks þjálfari síðustu tvö ár ásamt því að sinna afreksþjálfun.

Halda áfram að lesa

Bjarki Már nýr yfirþjálfari

Bjarki Már Ólafsson hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Gróttu. Bjarki tekur við starfinu af Magnúsi Erni Helgasyni sem mun starfa áfram við þjálfun hjá Gróttu en hann á einnig sæti í stjórn knattspyrnudeildar. Gróttasport heyrði hljóðið í þeim Bjarka og Magnúsi.

Halda áfram að lesa

Maggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal

Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.

Halda áfram að lesa

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Halda áfram að lesa

Gróttuleiðin kynnt

Vel var mætt á kynningu knattspyrnudeildar á Gróttuleiðinni, nýrri handbók sem fjallar um starf deildarinnar frá margvíslegum hliðum, í hátíðarsal Gróttu á þriðjudaginn.

Halda áfram að lesa