Þórður Þórðarson hefur gert breytingar á æfingahóp U19 ára landsliðsins fyrir undankeppni EM 2020, en riðill Íslands fer fram hér á landi. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem er 15 ára, kemur inn í hópinn í stað Birtu Guðlaugsdóttur. Ísland er í riðli með Spáni, Grikklandi og Kasakstan og fara leikirnir fram dagana 2.-8. október.
2. flokkur kvenna í 3. sæti Íslandsmótsins
2. flokkur kvenna lauk nýverið keppni í Íslandsmótinu og enduðu þær í 3. sæti mótsins.
Halda áfram að lesaGrímur, Kjartan og Orri í æfingahóp U17 ára landsliðsins
Gróttumennirnir Grímur Ingi Jakobsson, Kjartan Kári Halldórsson og Orri Steinn Óskarsson eru í æfingahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í æfingum dagana 30. september – 2. október.
Halda áfram að lesaLokahóf meistaraflokka Gróttu
Lokahóf meistaraflokka Gróttu fór fram í gærkvöldi eftir vægast sagt frábært sumar.
Halda áfram að lesaGRÓTTA INKASSO-MEISTARAR OG HALDA UPP Í PEPSI MAX DEILDINA!
Grótta vann sannfærandi sigur gegn Haukum 4-0 laugardaginn 21. september og sigraði þar með Inkasso-deildina
Halda áfram að lesa4. flokkur kvenna deildarmeistarar í A og B liðum
A og B lið 4. flokks kvenna náðu þeim glæsta árangri í ágúst að verða deildarmeistarar í bæði A og B liðum! A-liðið endaði í 1. sæti eftir að hafa unnið alla sína 12 leiki. Emelía Óskarsdóttir var markahæst í deildinni með 24 mörk, og á eftir henni er Ísabella Sara með 20 mörk, sem er KR megin í liðinu. B-liðið var einnig í 1. sæti með 34 stig eftir 14 leiki. Marín Jóhannsdóttir var þar markahæst með 19 mörk, en hún er KR megin. B-liðið innsiglaði sigurinn með 6-3 sigri gegn Selfoss/Ham/Æg/KFR á KR-vellinum í gær en A-liðið vann einnig sama lið 3-0 í gær.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og Bjössa og Íunni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Grótta/KR!
Endurbætt íþróttamiðstöð og nýtt fimleikahús opnað
Það var svo sannarlega margt um manninn í opnunarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness, í gær laugardaginn 14. september.
Halda áfram að lesaFyrsta landsliðskona Gróttu!
Það var stór stund í vikunni þegar Tinna Brá Magnúsdóttir lék með U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti í Víetnam. Ekki bara fyrir Tinnu heldur fyrir knattspyrnudeild Gróttu sem eignaðist þar með sína fyrstu landsliðskonu.
Halda áfram að lesaGrótta mfl. kvk í Inkasso 2020
Meistaraflokkur kvenna luku keppni í 2. deild kvenna sunnudaginn 8. september en stelpurnar lentu í 2. sæti í deildinni og tryggðu sér þar með sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári!
Halda áfram að lesaDida til Benfica
Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.
Halda áfram að lesa