Viðtalstímar framkvæmdastjóra Fimleikadeildar

Skrifstofa framkvæmdastjóra Fimleikadeildar Gróttu er opin milli klukkan 13:00-15:00 á mánudögum og 15:00-17:00 á miðvikudögum. Einnig er hægt er að hafa samband við Guðrúnu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Fimleikadeildar í gegnum netfangið gudrun@grotta.is og í síma: 561-1137. Símatími skrifstofu fimleikadeildar er á miðvikudögum og föstudögum á milli kl. 10:00-12:00.

Skrifstofa Fimleikadeildar Gróttu er til húsa á annarri hæð í Íþróttahúsi Seltjarnarness við Suðurströnd. Gengið er inn anddyrið í íþróttahúsinu, beygt til vinstri fram hjá skrifstofu húsvarða, þar er farið upp stiga upp á aðra hæð og skrifstofa fimleikadeildar er þar önnur hurð til hægri.

Áfram Grótta!

Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Fimleikadeildar en hún hóf störf þann 1. ágúst síðastliðinn. Guðrún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í fimleikum. Sjálf æfði Guðrún fimleika í 15 ár og hefur þjálfað fimleika til fjölda ára, og eins á hún þrjú börn sem æfa hjá Fimleikadeild Gróttu. Guðrún hlaut tilnefninguna sjálfboðaliði ársins hjá Fimleikadeild Gróttu árið 2023 fyrir ómetanlegt framlag hennar til deildarinnar. Guðrún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfaði nú síðast sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá PLAY. Fimleikadeild Gróttu óskar Guðrúnu hjartanlega velkomna til félagsins og hlakkar til komandi samstarfs.

Hansína Þóra Gunnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Gróttu hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Hansína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Fimleikadeildar frá því haustið 2023 og starfað sem þjálfari hjá félaginu í um 6 ár. Stjórn Fimleikadeildar Gróttu þakkar Hansínu kærlega fyrir frábært samstarf og óeigingjarnt starf síðustu misseri og óskar henni alls hins besta á nýjum vettvangi innan íþróttahreyfingar á Íslandi þar sem kraftar hennar munu sannarlega nýtast vel.

Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélag Gróttu óskar öllu Gróttufólk nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum kærlega samfylgdina á líðandi ári og hlökkum mikið til komandi Gróttustunda árið 2024.

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.