Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem hafa verið bókaðir í gegnum skrifstofuna að undanförnu eru komnir í dagatalið.
Halda áfram að lesaMälarcupen – áhaldafimleikamót
Stelpurnar okkar í meistarhópnum í áhaldafimleikum skruppu til Svíþjóðar um helgina og tóku þátt í í Mälarcupen. Alls tóku 100 stúlkur frá níu löndum þátt í mótinu.
Halda áfram að lesaÞrepamót 4. og 5. þrep
Um helgina fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þetta var fyrsta þrepamótið af þremur sem verður haldið í vetur. Mótið var haldið í sal Ármenninga í Laugardalnum. Grótta sendi 10 stúlkur á mótið og stóðu þær sig allar glimrandi vel.
Halda áfram að lesaHákon fer með U19 til Belgíu
FSÍ mót
Fyrsta FSÍ mót vetrarins fór fram í Egilshöll um helgina. Gróttu stúlkur byrjuðu veturinn vel og komu heim með yfir tuttugu verðlaunapeninga.
Halda áfram að lesaGunnlaugur Jónsson ráðinn til Gróttu
Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs Jónssonar í stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins.
Halda áfram að lesaÁgúst Þór Gylfason nýr þjálfari meistaraflokks karla
Það er mikið gleðiefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu að hafa í dag gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi fyrir meistaraflokk karla. Ágúst Þór Gylfason verður aðalþjálfari með Guðmund Steinarsson sér við hlið sem aðstoðarþjálfara. Báðir semja þeir til næstu 3ja ára.
Ágúst Þór Gylfason hefur sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki og hefur verið afar farsæll á sínum þjálfaraferli. Ágúst tók var aðstoðarþjálfari Fjölnis 2010-2012 áður en hann tók við liðinu sem aðalþjálfari árin 2013-2017. Undanfarin 2 ár stýrði Ágúst liði Breiðabliks sem endaði bæði árin í öðru sæti í Pepsi Max deildinni auk þess sem Breiðablik lék til úrslita í Mjólkurbikarnum í fyrra. Ágúst spilaði 195 leiki í efstu deild með Val, KR, Fram og Fjölni ásamt því að spila sem atvinnumaður hjá Brann í Noregi og svissneska liðinu Solothurn. Ágúst lék 6 A-landsleiki og 13 U-21 landsleiki.
Guðmundur Steinarsson hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústar hjá Breiðablik undanfarin 2 ár en hann þjálfaði lið Njarðvíkur árin 2014-2016. Guðmundur spilaði 255 leiki í efstu deild með Keflavík og Fram auk þess að spila sem atvinnumaður hjá Brönshöj í Danmörku og Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss. Guðmundur er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild með 244 leiki og 81 mark. Guðmundur lék 3 A-landsleiki og 13 leiki með yngri landsliðum Íslands.Dagurinn markar nýtt upphaf í starfi meistaraflokks karla. Framundan er spennandi ævintýri fyrir alla sem koma að starfi félagsins og stórt tækifæri til að efla leikmenn meistaraflokks karla, styrkja innviði deildarinnar og lyfta félaginu í heild sinni.
Rakel Lóa í U16
Orri Steinn og Grímur Ingi til Skotlands með U17 ára landsliðinu
Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson og Grímur Ingi Jakobsson eru í hóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni EM 2020.
Halda áfram að lesaGrótta og Sideline í samstarf
Íþróttafélagið Grótta hefur samið við Sideline Sports um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins. Sideline hefur undanfarin ár verið leiðandi á markaði með hugbúnað fyrir íþróttastarf og leikgreiningar.
Halda áfram að lesa