Nýr styrktarsamningur undirritaður

Nýr 3ja ára samstarfssamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu undirritaður. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu undirrituðu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 3ja ára samning sem gildir til 31. desember 2022.

Halda áfram að lesa

Jóhann Reynir framlengir við Gróttu

Stórskyttan Jóhann Reynir Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeildina um 2 ár og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili. Jóhann sem verður 31 árs á árinu á að baki langan feril bæði hér heima og erlendis og hefur verið lykilmaður í Gróttu-liðinu undanfarin 2 keppnistímabil.

Halda áfram að lesa

Guðrún framlengir við Gróttu

Guðrún Þorláksdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið félagsins um 2 ár og mun því taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni í vetur. Guðrún sem er 22 ára línumaður á að baki yfir 50 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og er þrátt fyrir ungan aldur ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.

Halda áfram að lesa

Heimaæfingar og þátttökukeppni

Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.

Þór Sigurðsson nýr yfirstyrktarþjálfari

Íþróttafélagið Grótta gekk nú í kvöld frá ráðningu Þórs Sigurðssonar í nýtt starf yfirstyrktarþjálfara Gróttu. Þór sem er 42 ára gamall kom til starfa hjá félaginu haustið 2017 og hefur síðan þá þjálfað elstu flokka karla- og kvennamegin í handbolta og fótbolta við afar góðan orðstír.

Halda áfram að lesa