Knattspyrnu- og handknattleiksdeild Gróttu fara í jólafrí frá og með deginum í dag, þann 20. desember og munu æfingar hefjast aftur þann 4.janúar á nýju ári. Þjálfarar eiga nú þegar að hafa fellt niður allar æfingar í Sportabler hjá yngri flokkum félagsins.
Fimleikadeild Gróttu mun æfa eins og venjulega fyrir utan það að vera í frí þessa hefðbundnu rauðu daga um hátíðarnar.
Vallarhúsið mun vera lokað á þeim tíma sem knattspyrnudeildin er í jólafríi en Íþróttahúsið verður lokað 23. desember og opnar aftur miðvikudaginn 27.desember. Húsið verður síðan lokað 30. desember til og með 1. janúar.
Með því að styrkja starf Gróttu með fjárframlögum þá getur þú fengið skattaafslátt. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur – eða samtals 700.000 krónur hjá hjónum.
Á vef ríkisskattstjóra – skatturinn.is – má finna upplýsingar um skattafrádrátt vegna gjafa/framlaga til almannaheillafélaga. Ríkisskattstjóri birtir þar lista yfir viðurkennda móttakendur, og þar á meðal er Íþróttafélagið Grótta.
Fólk sem ákveður að styrkja félagið getur komið þeim skilaboðum áleiðis á skrifstofu Gróttu á netfangið kristin@grotta.is. Síðan er hægt að millifæra upphæð að eigin vali eða óska eftir því að fá reikning í heimabankann. Fjármálastjóri Gróttu sér síðan um að upplýsa Skattinn um styrkina og síðan er það fært inn í skattframtal viðkomandi í framhaldi. Frádráttur frá tekjuskattsstofni er áritaður fyrirfram inn á framtalið, í reit 155 í klafla 2.6. á tekjusíðu framtals. Því er það mjög mikilvægt að láta skrifstofu félagsins vita til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í ferlinu.
Lágmarksupphæð til að nýta þennan frádrátt er 10.000 krónur, en að hámarki getur einstaklingur fengið lækkun á tekjuskattsstofni upp á 350.000 krónur, og hjón upp á 700.000 krónur. Ofanritað á við um einstaklinga, en rekstraraðilar geta einnig styrkt félagið og nýtt sér skattafrádrátt, sem getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.
Þegar fólk ákveður að styrkja Gróttu er hægt að velja um að millfæra beint inn á reikning félagsins – 0537-26-201234, kt. 700371-0779 – eða fá reikning í heimabanka.
Grótta þakkar öllum styrktaraðilinum innilega veittan stuðning
Íþróttafélagið Grótta auglýsir til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Leitað er eftir einstaklingi sem er kraftmikill leiðtogi sem fer fyrir hópi öflugra starfsmanna og vinnur að uppbyggingu Gróttu í takti við framtíðarsýn félagsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og eru mikil tækifæri fyrir nýjan aðila að hafa mótandi áhrif á félagið.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri Gróttu sem og fjármálum og rekstri mannvirkja um heyra undir Aðalstjórn félagsins. Innan Gróttu starfa þrjár deildir; Fimleikadeild, Handknattleiksdeild og Knattspyrnudeild, með um 1000 iðkendur og tugi þjálfara.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2023. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast og því hvetjum við umsækjendur til að sækja um sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Ábyrgð á allri starfsemi félagsins, mannauðsmálum, rekstri deilda og fjármálum
· Stefnumótun og eftirfylgni hennar, markmiðasetning og ferla- og umbótarvinna
· Rekstraráætlanagerð og tekjuöflun í samstarfi við stjórnir, auk markaðssetning félagins
· Ábyrgð á innri og ytri upplýsingagjöf í samræmi við stefnu Gróttu og í samvinnu við deildir
· Umsjón með markaðssetningu Gróttu og stærri viðburðum félagsins
· Ber ábyrgð á starfsmannahaldi félagsins og skipuleggur verkefni og verksvið
· Stuðlar að því að efla félagsandann og vinnur að uppbyggingu félagsins
· Ber ábyrgð á samningum félagsins og vinnur með deildum í samningagerð þeirra
· Sér til þess að rekstur félagsins, mannvirkja og skrifstofu sé hagkvæmur og árangursríkur
· Stuðningur við stjórnir deilda og sjálfboðaliða félagsins
· Rekstur og viðhald mannvirkja og aðstaða félagsins
· Leiðir samskipti við sérsambönd og opinbera aðila
· Umsjón aðalstjórnarfunda ásamt eftirfylgni með ákvörðunum funda
· Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
· Mikil hæfni í samskiptum og sterk leiðtoga- og skipulagshæfni
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Hefur góða innsýn í og reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum
· Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðhorf
· Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
· Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2023. Sótt er um starfið á umsóknarvef Alfreðs: Íþróttafélagið Grótta (alfred.is) Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á grotta@grotta.is
Elís Þór Rafnsson kom á haustmánuðum og kenndi iðkendum handknattleiksdeildar teygjur og annað handhægt til að koma í veg fyrir meiðsl og til að auka liðleika.
Matthías Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna knattspyrnudeildar Gróttu. Matthías gerir þriggja ára samning við deildina en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals. Matthías á að baki glæstan fótboltaferil og 196 leiki í efstu deild á Íslandi en hann lék lengst af með Val.
Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Vegna þessa er ljóst að það mun verða röskun á þjónustu í íþróttahúsi Gróttu sem og gervigrasvelli þann daginn.