Í gær voru veitt verðlaun fyrir hina árlegu jólakortasamkeppni Gróttu 🎅
Halda áfram að lesaLokahóf meistaraflokka Gróttu
Laugardaginn 14.maí fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta. Þar komu leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar og fögnuðu góðu tímabili.Á lokahófinu voru þeir leikmenn verðlaunaðir sem þóttu skara fram úr í vetur.
Meistaraflokkur kvenna
Efnilegasti leikmaður – Lilja Hrund Stefánsdóttir
Mikilvægasti leikmaður – Valgerður Helga Ísaksdóttir
Besti leikmaður – Rut Bernódusdóttir
______________________
Meistaraflokkur karla
Mikilvægasti leikmaður – Andri Þór Helgason
Mikilvægasti leikmaður – Einar Baldvin Baldvinsson
Besti leikmaður – Birgir Steinn Jónsson
______________________
Ungmennalið karla
Mikilvægasti leikmaður – Oliver Magnússon
Besti leikmaður – Daníel Andri Valtýsson
______________________
Því næst voru leikmenn heiðraðir sem höfðu leikið 50 leiki fyrir Gróttu. Það voru þau:
Anna Katrín Stefánsdóttir
Ari Pétur Eiríksson
Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
Jakob Ingi Stefánsson
Katrín Anna Ásmundsdóttir
Valgerður Helga Ísaksdóttir
Þeir leikmenn sem voru verðlaunaðir fyrir 100 leiki fyrir Gróttu voru:
Guðrún Þorláksdóttir
Soffía Steingrímsdóttir
________________________
Að lokum var þjálfarateymi meistaraflokks kvenna þakkað fyrir sín störf undanfarin ár; Davíð Örn Hlöðversson og Kári Garðarsson.
Við óskum þessum verðlaunahöfum til hamingju og hlökkum til að sjá þá og liðin okkar aftur í haust í Olísdeildinni, Grill 66-deildinni og 2.deild karla.
Íþróttamaður Grótta myndbandið – bakvið tjöldin
Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn.
Við boðuðum tilnefnda og vinningshafa í myndatöku hjá Eyjólfi Garðarssyni fimmtudaginn 6 janúar og myndbands upptökur með siguvegurum fóru fram fyrstu helgina eftir undir styrkri stjórn Fjalars Sigurðarsonar.
Eftirtaldir aðilar lögðu fram krafta sína í myndbands gerðina og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Þulur: Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Hljóðsetning: Jói B/Audioland.is
Klipping: Ástrós Lind
Grafík: Elsa Nielsen
Ljósmyndir: Eyjólfur Garðarsson
Handknattleiksefni: Kári Garðarsson og Arnar Daði Arnarsson
Fimleikaefni: Fimleikasamband Íslands
Ýmsar reddingar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Framleiðendur: Gunnlaugur Jónsson & Fjalar Sigurðarson
Eyjólfur ljósmyndari var mættur laugardaginn 8 janúar þegar upptökur fóru fram á myndbandinu og fangaði stemmninguna.
Nanna Guðmundsdóttir íþróttakona Gróttu 2021
Nanna Guðmundsdóttir er íþróttakona Gróttu árið 2021.
Úr umsögn Fimleikadeildar um Nönnu. Nanna Guðmundsdóttir er í hópi fremstu áhaldafimleikakvenna landsins og hefur lagt mikið á sig til komast á þann stað sem hún er á í dag. Nanna varð Íslandsmeistari í fjölþraut á Íslandsmótinu sem var haldið í mars. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitilll í fjölþraut í kvennaflokki. Nanna var valin í úrvalshóp kvenna hjá FSÍ árið 2021. Nanna var í landsliði Íslands á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Sviss dagana 21. – 25. apríl. Nanna var með besta árangur Íslenskra landsliðsins í fjölþraut og hæstu stig sem íslensk fimleikakona fékk á árinu. Hún fékk samtals 47,032 stig sem að eru hæstu stig sem hún hefur fengið í fjölþraut. Hennar besti árangur var á gólfi þar sem hún varð í 40. sæti af 91 keppanda.
Hún var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Japan dagana 18. – 24. október. Hún var efst íslenskra kvenna á einstökum áhöldum, en hún skoraði 12.000 stig á gólfi og fékk hrós frá yfirdómara á gólfi fyrir „perfect artistry“. Hún varð í 39. sæti af alls 82 keppendum.
Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar.
Freyja íslandsmeistari í unglingaflokki
Á Íslandsmótinu i áhaldafimleikum sem fram fór um helgina gerði Freyja Hannesdóttir okkar sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki.
Halda áfram að lesaLokahóf meistaraflokka
Um helgina fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarfólk og sjálfboðaliðar komu saman til að fagna keppnistímabilinu sem lauk skyndilega í mars vegna Covid-19.
Halda áfram að lesaUppskeruhátíð handboltans
Fer fram miðvikudaginn 27. maí næstkomandi í hátíðarsal Gróttu. Biðlað er til foreldra að mæta ekki vegna fjölda takmarkanna. Engar veitingar verða í ár vegna Covid-19.
Halda áfram að lesaHeimaæfingar og þátttökukeppni
Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.
3. sæti á Bikarmóti FSÍ
Stelpurnar okkar í frjálsum æfingum urðu í 3. sæti á Bikarmóti FSÍ um síðustu helgi.
Halda áfram að lesaBikarmeistarar í 2. þrepi
Stelpurnar okkar urðu í dag Bikarmeistarar í 2. þrepi!
Halda áfram að lesa