7. flokkur karla og kvenna á Krónumóti HK

7. flokkar Gróttu skemmtu sér vel á Krónumóti HK helgina 16.-17. nóvember. 7. flokkur karla spilaði í Kórnum á laugardeginum og tefldu drengirnir fram sjö liðum en stelpurnar spiluðu í fimm liðum á sunnudeginum.

Þetta var fyrsta vetrarmótið hjá flokkunum og því mikil tilhlökkun sem stóðst allar væntingar. Sigrar, töp en umfram allt mikil stemning.

Þrepamót 4. og 5. þrep

Um helgina fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þetta var fyrsta þrepamótið af þremur sem verður haldið í vetur. Mótið var haldið í sal Ármenninga í Laugardalnum. Grótta sendi 10 stúlkur á mótið og stóðu þær sig allar glimrandi vel.

Halda áfram að lesa