Tinna Brá til Írlands með U17 ára landsliðinu

Efnilegi markmaðurinn Tinna Brá leggur land undir fót með U17 ára landsliðinu á morgun en ferðinni er heitið til Írlands 🇮🇪 U17 ára landslið kvenna spilar tvo vináttuleiki við Írland, á föstudag og sunnudag.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu Brá til hamingju með landsliðsvalið og góðs gengis í leikjunum! 👏🏼

Rakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.

Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins

Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.