Katrín Helga og íslenska landsliðið í 5. sæti

Undanfarna daga hefur B-keppni EM hjá U19 ára landsliði kvenna farið fram í Norður Makedónía. Við vorum búin að segja frá því að Ísland missti sorglega af sæti í undanúrslitunum og þurfti því að leika um 5. – 8.sætið.

Fyrri leikurinn var gegn Kosóvó og vannst hann örugglega 37-23. Með þeim úrslitum léku íslensku stelpurnar við heimasæturnar í Norður Makedóníu um 5. sætið.

Íslenska liðið var betri aðilinn stærstan hluta leiksins en Norður Makedónía skoruðu seinustu mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan, 28-28. Í vítakeppninni sem var að ljúka höfðu íslensku stelpurnar betur og uppskáru 5. sætið.

Okkar manneskja, Katrín Helga Sigurbergsdóttir lék stórt hlutverk með U19 ára liðinu í keppninni, sérstaklega í dag gegn Norður Makedóníu og stóð sig vel.

Áfram Grótta og áfram Ísland !

Myndir: EHF

Emelía og Lilja Lív á Norðurlandamóti með U16

Þær Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir héldu til Danmerkur þann 4. júlí með U16 ára landsliði Íslands í spennandi verkefni. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, valdi þessar tvær efnilegu Gróttukonur í lokahóp til þátttöku í Norðurlandamóti U16 kvenna sem fram fór í Kolding í Danmörku 4.-13. júlí. Í hópnum voru 20 leikmenn frá 11 félögum og er Grótta hreykið af því að eiga þar þessa tvo flottu fulltrúa. Íslenska liðið mætti Svíþjóð, Danmörku og Danmörku 2 (Denmark Future) og voru leikdagarnir 6., 9. og 12. júlí. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, vann Danmörku 2 1-0 og tapaði síðan fyrir Danmörku 3-0. Emelía og Lilja Lív komu við sögu í öllum leikjunum og voru glæsilegir fulltrúar félagsins! 

Rakel Lóa valin í æfingahóp U17 ára landsliðsins

Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin á æfingar hjá U17 ára landsliði kvenna dagana 22.-24. febrúar. Æfingarnar fara fram í Skessunni undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna. Við óskum Rakel innilega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum 👊🏼

Lilja, Lilja og Emelía valdar í æfingahóp U16

Þær Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir og Emelía Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 kvenna dagana 15.-17. febrúar. Innilega til hamingju með valið stelpur! 

Grímur og Kjartan á úrtaksæfingar U18 ára landsliðsins

Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Kjartan Kári Halldórsson hafa verið valdir af Ólafi Inga Skúlasyni, landsliðsþjálfara U18 karla, til að taka þátt í úrtaksæfingum 1.-3. febrúar. Grímur og Kjartan eru báðir fæddir árið 2003 og eiga hvor sex leiki að baki með meistaraflokki Gróttu.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!

Hákon valinn í U21 landsliðið fyrir undankeppni EM

Hákon Rafn Valdimarsson er í hóp U21 landsliðsins fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Ísland mætir Ítalíu föstudaginn 9. október á Víkingsvelli og hefst leikurinn kl. 15:30. Liðið leikur síðan gegn Lúxemborg ytra þriðjudaginn 13. október og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. Hákon verður þó einungis í leiknum gegn Ítalíu þar sem leikmenn hópsins sem spila með félagsliðum á Íslandi munu ekki ferðast með hópnum til Lúxemborgar þar sem þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni innilega til hamingju með valið 👏🏼🇮🇸

Hákon valinn í U21 fyrir undankeppni EM

Hákon Rafn Valdimarsson var á dögunum valinn í hóp U21 karla landsliðsins sem mætir Svíþjóð í undankeppni EM þann 4. september á Víkingsvelli. Hákon er fæddur árið 2001 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í meistaraflokki síðustu tvö ár. Gríðarlega efnilegur leikmaður sem er vert að fylgjast með.
Til hamingju Hákon! 🇮🇸