Í þrjú ár hefur Gróttuvöllur heitið Vivaldivöllurinn eftir að samstarf knattspyrnudeildar Gróttu og hugbúnaðarfyrirtækisins Vivaldi hófst í upphafi árs 2015.
Halda áfram að lesaJólarit knattspyrnudeildar komið út
Sjöunda árið í röð gefur knattspyrnudeild Gróttu út glæsilegt blað þar sem farið er yfir starf deildarinnar í máli og myndum.
Halda áfram að lesaÁfram gakk – Pistill frá Magnúsi Erni Helgasyni
Endurbætur á íþróttahúsi okkar Seltirninga eru á næsta leyti. Grótta og bæjaryfirvöld hafa staðið í ströngu við undirbúningsvinnu síðustu misseri en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í desember á næsta ári.
Halda áfram að lesaGrímur, Krummi og Orri léku með landsliðinu
Um liðna helgi lék 15-ára landslið Íslands æfingaleiki við Færeyjar. Valinn var 22 manna hópur fyrir leikina og átti Grótta þar þrjá fulltrúa, þá Grím Inga Jakobsson, Krumma Kaldal og Orra Stein Óskarsson. Sannarlega glæsilegt hjá ekki stærra félagi.
Halda áfram að lesaHalldór ráðinn aðstoðarþjálfari
Halldór Árnason mun verða aðstoðarþjálfari Óskar Hrafns Þorvaldssonar hjá meistaraflokki karla á tímabilinu en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina. Óskar tók við liðinu fyrir nokkrum vikum og kveðst hæstánægður með ráðningu Halldórs í meistaraflokkinn: Það er frábært að fá Halldór til starfa. Hann er einn hæfileikaríkasti og metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef kynnst.
Halda áfram að lesaKnattspyrnudeild semur við Þórhall Dan
Þórhallur Dan Jóhannsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla en hann skrifaði undir tveggja ára samning í kvöld. Hann tekur við liðinu af Úlfi Blandon sem hætti á dögunum eftir að hafa stýrt Gróttu upp í Inkasso-deildina í sumar.
Halda áfram að lesaMaggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal
Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.
Halda áfram að lesaBrynjar Kristmundsson í Gróttu
Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við miðjumanninn Brynjar Kristmundsson um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Brynjar er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem á án efa eftir að nýtast vel það sem eftir lifir sumars.
Halda áfram að lesaÁsi Þórhallsson í Gróttu
Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.
Halda áfram að lesaVígsla nýs gervigrass á Vivaldivellinum – mikilvægur leikur í 2. deildinni
Næstkomandi þriðjudag 5. júlí kl. 19.15 fer fram fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi á Vivaldivellinum. Heimamenn í Gróttu taka þá á móti Njarðvíkingum í 2. deild karla. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttu Gróttu um efstu sætin í deildinni.
Halda áfram að lesa