Bjarni Ófeigur semur við Gróttu

Grótta og Valur hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Vals verði lánaður til Gróttu keppnistímabilið 2017-2018. Bjarni Ófeigur varð bikarmeistari með sterku 3. flokks liði Vals á nýliðnum vetri auk þess að skora 95 mörk í 15 leikjum með Val-U í 1. deild karla. Bjarni sem er vinstri skytta, er einnig lykilmaður í sterku U-19 ára landsliði karla sem leikur á lokamóti HM í Georgíu í næstu viku.

Halda áfram að lesa

Hreiðar Levý til Gróttu

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Halda áfram að lesa

Flottar helgar hjá 5.flokki karla

Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.

Halda áfram að lesa