Vinavikur handboltans

Næstu tvær vikur í handboltanum eru vinavikur. Þá hvetjum við alla iðkendur til að bjóða vinum og vinkonum sínum með sér á æfingu þeim að kostnaðarlausu. Enn fremur mega allir krakkar koma á þessum tíma og prófa æfingar.

Þjálfarar flokkanna taka vel á móti öllum sem koma á æfingar. Æfingatöflu handboltans má sjá hér: https://grotta.is/aefingatafla-handbolti/

Áfram Grótta !

Boltaskóli Gróttu

!!NÝTT!!

Knattspyrnu og handknattleiksdeildir Gróttu ætla að bjóða uppá Boltaskóla fyrir börn fædd 2022 á sunnudögum í vetur kl. 09:15.

Haustönn 21. september til 16.nóvember.

Skemmtilegt námskeið þar sem að við leggjum áherslu á að foreldri/forráðamaður og barn njóti gæðastundar saman í tímanum þar sem unnið er með leik og hreyfingu með bolta og önnur áhöld.

Námskeiðið er sett upp þannig að einn forráðamaður mætir með barninu í tímann og er með barninu í leik og starfi.

Skráning fer fram hér

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hansína og Arndís María

Æfingatafla handboltans

Æfingar allra flokka hefjast föstudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.

Allar æfingarnar eru komnar í Abler.

Upplýsingar um þjálfara má finna á heimasíðu Gróttu, https://grotta.is/handknattleiksdeild/thjalfarar/

Skráning í handboltastarfið er í fullum gangi en beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Ef það eru einhverjar spurningar um starfið, þá hafið endilega samband við Andra eða yfirþjálfara á [email protected] eða [email protected]

Sjáumst í handbolta í vetur !

Sumarnámskeið – Ágúst

Sumarnámskeið fara aftur af stað!

Leikja-, ævintýra- og survivour námskeiðin hefjast á ný beint eftir frídag verlsunarmanna. Handboltaskólinn og afreksskóli handboltans er kominn í gang og verður í boði næstu þrjár vikurnar, eða þangað til að krakkarnir fara aftur í skólann.

Skráning fer fram í gegnum Abler

Bessi valinn í úrvalsliðið

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tók í síðustu viku þátt á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð. Gróttumaðurinn Bessi Teitsson var valinn í lokahóp liðsins og segja má að hann hafi hafi átt frábært mót líkt og íslenska liðið. Liðið komst allal leið í úrslit á mótinu en tapaði með minnsta mun gegn Spánverjum í úrslitaleik að viðstöddum 2300 áhorfendum í Scandinavium höllinni í Gautaborg. Liðið þurfti því að sætta sig við silfrið.

Að móti loknu var Bessi valinn í úrvalslið mótsins. Hann skoraði 19 mörk í mótinu.

Við óskum Bessa og U19 ára liðinu til hamingju með þennan frábæra árangur. Næsta verkefni liðsins er HM í handbolta í byrjum ágúst. Mótið fer fram í Egyptalandi. Við munum flytja fréttir af mótinu þegar að því kemur.

Velkominn heim Mummi

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Guðmund Árna Sigfússon, Mumma, sem yfirþjálfara yngri flokka,  aðalþjálfara 3. flokks kvenna og aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Með ráðningunni er verið að styrkja enn frekar faglegt starf deildarinnar en Mummi mun sinna stöðu yfirþjálfara yngri flokka ásamt Andra Sigfússyni, sem hefur verið yfirþjálfari síðastliðin ár. Þeir munu vinna þétt saman að áframhaldandi uppbyggingu í yngri flokkum félagins.

Yngri flokka starf Gróttu hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og iðkendum fjölgað mikið. Til að tryggja áframhaldandi gæði í þjálfun og uppeldi yngra iðkenda var ákveðið að bæta við starfsmanni og efla yfirþjálfarateymið enn frekar.

Einar Örn Jónsson hefur sinnt starfi þjálfara 3. flokks kvenna undanfarin ár og þökkum við Einari kærlega fyrir hans framlag og góðu þjálfun.

Mummi mun starfa við hlið Júlíusar Þóris Stefánssonar, aðalþjálfara meistaraflokks kvenna, og stýra hinu unga og efnilega kvennaliði meistaraflokks Gróttu.  Þar munu þeir halda áfram á þeirri uppbyggingavegferð sem Grótta hefur verið á undanfarin misseri með kvennaliðið og stýra því upp í deild þeirra bestu.

Mumma þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki. Hann er uppalinn á Nesinu, æfði með félaginu frá unga aldri, hóf þjálfun árið 1988 og er silfurmerkishafi Gróttu. Árið 2016 tók Mummi við sem yfirþjálfari og þjálfari hinna ýmsu flokka Fram og hefur starfað þar síðan við góðan orðstír. Hugurinn leitar þó alltaf heim og er mikil tilhlökkun hjá Barna- og unglingaráði og stjórn meistaraflokka Gróttu handboltans fyrir komandi tímabilum.

„Ég hlakka mikið til komandi verkefna hjá Gróttu. Það er rífandi gangur í yngri flokka starfinu og mikil spenna að halda áfram þeirri vegferð sem það starf hefur verið á. Stelpurnar í meistaraflokknum eru hungraðar að komast aftur á meðal bestu liða og það verður gaman að vinna með Úlla að því markmið. Fyrst og síðast er ánægður að vera kominn aftur á Nesið“ sagði Mummi þegar samningur var í höfn.

Við bjóðum Mumma hjartanlega velkominn heim og hlökkum til spennandi samstarfs á komandi árum!

Yfirþjálfarar yngri flokka Grótta – Andri Sigfússon og Guðmundur Árni Sigfússon

Deildarmeistarar 2.deildar

Grótta 2 varð á miðvikudaginn í þessu deildarmeistari 2.deildar karla eftir góðan sigur á Hvíta Riddaranum, 37-23 í Mosfellsbænum. Gróttustrákarnir fara því í gegnum veturinn án þess að tapa leik. Virkilega flottur árangur hjá liðinu.

Markaskor Gróttu í leiknum
Bessi Teitsson – 9 mörk
Gísli Örn Alfreðsson – 9 mörk
Sigurður Finnbogi Sæmundsson – 5 mörk
Þorsteinn Sæmundsson – 5 mörk
Helgi Skírnir Magnússon – 4 mörk
Antoine Óskar Pantano – 2 mörk
Birgir Örn Arnarsson – 1 mark
Ketill Sigurðarson – 1 mark
Sverrir Arnar Hjaltason – 1 mark

Í markinu varði Hannes Pétur Hauksson 8 skot (44%) og Arnar Magnús Andrason 7 skot (35%).

Lokahóf Handknattleiksdeildar Gróttu

Á föstudaginn fór fram lokahóf Handknattleiksdeildar Gróttu þar sem meistaraflokkar félagsins, þjálfarar, sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerði upp tímabilið. Lokahófið var haldið í vallarhúsinu við Vivaldivöllinn.

Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr í vetur.

Meistaraflokkur kvenna
Mikilvægasti leikmaður – Ída Margrét Stefánsdóttir
Efnilegasti leikmaður – Katrín Arna Andradóttir
Besti leikmaður – Karlotta Óskarsdóttir

Ungmennalið karla
Mikilvægasti leikmaður – Sigurður Finnbogi Sæmundsson
Besti leikmaður – Gísli Örn Alfreðsson

Meistaraflokkur karla
Stríðsmaðurinn – Antoine Óskar Pantano
Efnilegasti leikmaður – Bessi Teitsson
Besti leikmaður – Jakob Ingi Stefánsson

Þeir leikmenn sem höfuð náð leikjaáföngum voru verðlaunaðir en það voru:

50 leikir fyrir Gróttu
Antoine Óskar Pantano (63 leikir)
Anna Karólína Ingadóttir (51 leikur)
Ágúst Ingi Óskarsson (51 leikur)
Edda Steingrímsdóttir (64 leikir)
Elvar Otri Hjálmarsson (71 leikur)
Gunnar Hrafn Pálsson (52 leikir)
Jón Ómar Gíslason (52 leikir)
Kári Kvaran (51 leikur)
Þóra María Sigurjónsdóttir (52 leikir)

100 leikir fyrir Gróttu
Katrín Anna Ásmundsdóttir (122 leikir)
Lilja Hrund Stefánsdóttir (107 leikir)

Við óskum þessum verðlaunahöfum til hamingju og hlökkum til að sjá þá og liðin okkar aftur í haust í Grill 66-deildinni.

Meistaraflokkur kvenna
Karlotta Óskarsdóttir – Ída Magrét Stefánsdóttir – Katrín Arna Andradóttir

Meistaraflokkur karla
Bessi Teitsson – Jakob Ingi Stefánsson – Antonie Óskar Pantano

Ungmennalið karla
Gísli Örn Alfreðsson – Sigurður Finnbogi Sæmundsson

Grótta bikarmeistari

3.flokkur karla varð í dag bikarmeistari þegar þeir mættu Val í úrslitaleik Powerade-bikarkeppni HSÍ.

Grótta var betri aðilinn allan leikinn og vann 33-28 eftir að staðan hafði verið 18-14 í hálfleik. Glæsilegur sigur hjá strákunum sem uppskáru eins og þeir sáðu.

Maður leiksins var valinn Gísli Örn Alfreðsson úr Gróttu.

Myndirnar tók Eyjólfur Garðarsson og má sjá myndaalbúm úr leiknum hér: https://photos.app.goo.gl/YgAgiXTE9a2yukEz9