Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni.
Halda áfram að lesaAron, Leonharð og Nökkvi í U21 árs landsliðinu
Núna í hádeginu var valið í U21 árs landslið karla sem æfir í byrjun nóvember. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í janúar. Þrír Gróttumenn voru valdir í 15 manna æfingahóp en það eru þeir Aron Dagur Pálsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Nökkvi Dan Elliðason.
Halda áfram að lesa6 úr Gróttu valdir á U15 landsliðsæfingar
Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.
Halda áfram að lesaKnattspyrnudeild semur við Þórhall Dan
Þórhallur Dan Jóhannsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla en hann skrifaði undir tveggja ára samning í kvöld. Hann tekur við liðinu af Úlfi Blandon sem hætti á dögunum eftir að hafa stýrt Gróttu upp í Inkasso-deildina í sumar.
Halda áfram að lesaYfirlýsing vegna skrifa aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu í handknattleik
Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar.
Halda áfram að lesaMaggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal
Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.
Halda áfram að lesaGrótta sigurvegari á UMSK-mótinu
Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.
Halda áfram að lesaGrótta tekur við rekstri íþróttamannvirkja
Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.
Halda áfram að lesaHandboltaskóli Gróttu í fullum gangi
Þessa dagana er mikið líf í íþróttahúsinu enda er Handboltaskóli Gróttu í fullum gangi. Góð þátttaka er í skólann eins og undanfarin ár og greinilegt að krakkarnir bíða í ofvæni eftir handboltavetrinum eftir gott sumarfrí.
Halda áfram að lesaFríar handboltaæfingar fyrir verðandi 1. bekkinga í ágúst
Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu hefur mikinn hug á því að efla uppbyggingu yngri flokka handboltans og býður því börnum fæddum 2010 að koma og prófa að æfa handbolta frítt í ágúst. Farið verður í grunnatriði handboltans undir stjórn þjálfara sem koma að þjálfun 8. flokks tímabilið 2016-2017.
Halda áfram að lesa