Maggi og Óskar yfirþjálfarar knattspyrnudeildar – Viðtal

Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa gengið frá samningum við knattspyrnudeild Gróttu og munu þeir báðir starfa sem yfirþjálfarar ásamt því að þjálfa tvo flokka hvor hjá deildinni. Fréttastofa Gróttusport setti sig í samband við yfirþjálfarana tvo og ræddi við þá um komandi tímabil og þá nýbreytni að hafa tvo yfirþjálfara við störf.

Halda áfram að lesa

Grótta sigurvegari á UMSK-mótinu

Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.

Halda áfram að lesa

Grótta tekur við rekstri íþróttamannvirkja

Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.

Halda áfram að lesa