Söguleg stund á Kópavogsvelli

Það var söguleg stund á Kópavogsvelli þann 14. júní þegar Grótta steig sín fyrstu skref í Pepsi Max deild karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en lokatölur urðu 3-0. Strákarnir börðust til síðustu mínútu og voru manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Arnar Þór fékk að líta rauða spjaldið.
Stuðningsmennirnir lögðu sig alla fram við að halda stemningunni uppi í stúkunni sem er ekki síður mikilvægt. Gaman var að sjá hvað margt Gróttufólk lagði leið sína á völlinn til að styðja við bakið á strákunum í kvöld. Mætingin leggur góða línu fyrir sumarið!

Næsti leikur hjá drengjunum er á Vivaldivellinum á laugardaginn kl. 15:45 gegn Valsmönnum!
Áfram gakk 👊🏼💙

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Helga Guðrún framlengir

Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.

Halda áfram að lesa

Heimaleikjakort, tilboð og fréttir

Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn. Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.

Halda áfram að lesa

Íþrótta- og veislusalir til leigu

Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.

Halda áfram að lesa