Kjartan Kári valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar 2022

Kjartan Kári Halldórsson er í úrvalsliðið Lengjudeildarinnar 2022 og var einnig valinn efnilegasti leikmaður ársins. Kjartan hefur skorað 15 mörk í 18 leikjum í Lengjudeildinni í ár og staðið sig gríðarlega vel með sínu uppeldisfélagi. Grótta á einnig tvo fulltrúa á varamannabekk úrvalsliðsins en það eru þeir Jón Ívan Rivine og Arnar Þór Helgason. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Kjartani innilega til hamingju með þennan glæsta árangur!

VERBÚÐARBALLIÐ var geggjað

Verbúðarballið fór fram með pompi og prakt síðasta laugardagskvöld. Mæting á ballið fór fram úr björtustu vonum, fólk skemmti sér stórvel og ballið fór fram án stóráfalla.  

Einnig var virkilega gaman að sjá hve margir dressuðu sig upp í anda Verbúðarþáttanna og það sett sterkan svip á ballið. 

Hljómsveitin Verbúðarbandið fór á kostum ásamt Selmu Björns og Stebba Hilmars, óvæntur leynigestur dúkkaði upp en það var nesbúinn Baddi í Jeff Who.  Herbert Guðmundsson opnaði ballið um tíu leytið og okkar eini sanni Magnús Helgason sá um tónlistina milli atriða. 

Takk fyrir komuna kæru ballgestir. Stefnan er að þetta verði árlegur viðburður. 

Eyjólfur Garðarsson hirðljósmyndari Gróttu mætti með myndavélina og hér má sjá veglegt myndaalbúm frá ballinu. https://www.facebook.com/media/set/?set=a.500533768551730&type=3

Hér má sjá frétt í Smartlandi mbl.is https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/09/12/allt_a_utopnu_a_verbudarballinu/

dj Maggi Helga
Gríðarlegt stuð myndaðist á gólfinu
Herbert var sjóðheitur í upphafi kvöldsins

Góð mæting á 8. flokks æfingar

Æfingar hjá yngri flokkum félagsins hófust þann 1. september og fór 8. flokkur karla og kvenna vel af stað á sinni fyrstu æfingu. 8. flokkur karla og kvenna er fyrir börn fædd 2017 og 2018 og eru æfingar í vetur inni í íþróttahúsi en á sumrin er fært sig út á Vivaldivöll.

Æfingatímarnir eru eftirfarandi:
8 flokkur kvenna: Þriðjudaga kl. 7:50-8:30
8 flokkur karla: Miðvikudaga kl. 7:50-8:30
8 flokkur kk og kvk: Fimmtudaga kl. 15:45-16:25

Börnin eru sótt í leikskólann á fimmtudögum og á þriðjudögum og miðvikudögum er þeim fylgt í leikskólann að æfingu lokinni. Við hvetjum börn fædd 2017 og 2018 til að koma og prófa fótboltaæfingu
Þjálfari flokksins er Hansína Þóra Gunnarsdóttir og henni til aðstoðar eru Agnar Guðjónsson, Helga Sif Bragadóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir.

Óliver Dagur Thorlacius er kominn í 100 leikja klúbb Gróttu

Óliver Degi var veittur blómvöndur fyrir leik Gróttu og Kórdrengja þann 2. september sl. í tilefni þess að hann hefur spilað 100 leiki fyrir Gróttu. Óliver kom til félagsins frá KR árið 2018 og hefur verið lykilleikmaður í liðinu síðan. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Óliver innilega til hamingju með þennan merka áfanga.


Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Allt að verða klárt fyrir Verbúðarballið

Í gærkvöldi eftir leik Gróttu og ÍR í Olísdeildinni hófst undirbúningur að gera íþróttahúsið klárt fyrir ball ársins. Mikið að sjálfboðaliðum leggja hönd á plóg og iðkenndur allra deilda hjálpa til að gera okkur kleift að halda svona stóran viðburð.

Við minnum öll partýin að byrja snemma, við viljum fá alla í húsið áður en Herbert Guðmundsson opnar kvöldið.

Dagskrá kvöldsins:
21:00 Húsið opnar
22:00 Herbert Guðmundsson
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars & Selmu Björns (+ leynigestur)
2:00 Húsið lokar

Enn eru til miðar á: https://tix.is/is/event/13489/verbu-arball/

Sjáumst hress á morgun 🕺💃

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda.

Gullkort
Gullkortið gildir fyrir tvo á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 40.000 kr.

Silfurkort
Silfurkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 25.000 kr.

Olísdeildarkort
Olísdeildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 15.000 kr.

Grill 66-deildarkort
Grill 66-deildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 10.000 kr.

Ungmennakort (16 – 20 ára)
Ungmennakortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 7000 kr.

Salan á kortunum fer fram í gegnum Stubbur appið. Beinn linkur á söluna er hérna: https://stubb.is/passes/teams/grotta

Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Við vonum að sem flestir styðji okkur í þessari fjáröflun.

Áfram Grótta !

Fyrsti heimaleikur í Olísdeildinni

Fyrsta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld en þá mæta okkar menn ÍR í Hertz-höllinni á Nesinu. Leikurinn hefst kl. 19:30. Við hvetjum Seltirninga og annað Gróttufólk að mæta og styðja liðið frá upphafi.

Áfram Grótta !

Minningarleikur Ása er í kvöld

Í kvöld fer fram minningarleikur Ása en þá mætast Grótta og U18 ára landslið kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:30 og fer fram í Íþróttahúsi Gróttu, Hertz-höllinni.

Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta.

Aðangaseyrir er 1000 kr eða frjáls framlög.
Sjoppusala verður á staðnum og mun öll sjoppusala og aðgangseyrir renna í styrktarsjóð barna hans:
512-26-204040, kt. 700371-0779.

Ásmundur Einarsson var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu. Hann vann mikið og gott starf allan sinn tíma í félaginu, fyrst í barna- og unglingaráði og síðan heimaleikjaráði og formennsku Handknattleiksdeildar. Ási var bráðkvaddur 24.júlí sl. langt fyrir aldur fram.