Chris Brazell, akademíuþjálfari hjá Norwich, ákvað í vor að söðla um – segja starfi sínu lausu og fara á flakk um heiminn til að kynna sér ólíka strauma í fótboltanum. Framundan eru heimsóknir til Portúgal og Brasilíu en fyrsti áfangastaður Chris er Ísland. Nánar tiltekið Grótta á Seltjarnarnesi.
Continue readingGrótta með 10 lið á Símamótinu
Grótta sendi 10 lið út 5. – 8. flokki á stærsta fótboltamót landsins, Símamótið, fyrr í júlí. Tvö þeirra unnu sinn riðil og fengu bikar Nokkur lið nældu sér í silfurverðlaun en öll liðin stóðu sig gríðarlega vel. Til hamingju stelpur
Continue reading5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum
12. júní síðastliðinn lögðu Gróttustelpur af stað til að spila á TM mótinu í Vestmanneyjum. Í ár sendi Grótta 23 stelpur til leiks í tveimur liðum.
Continue reading5. flokkur karla á N1 mótinu á Akureyri
5. flokkur drengja lék á dögunum á N1 mótinu á Akureyri. Mótið er gríðarstórt, alls 188 lið og um 1800 iðkendur.
Continue reading6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls
6. flokkur kvenna mætti með 5 lið á Landsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki helgina 22-24. júní. Gaman er að segja frá því að aðeins 5 félög mættu til leiks með stærri hópa en Grótta sem verður að teljast til tíðinda fyrir ekki stærra félag!
Continue reading6. flokkur karla á ferð og flugi
6.flokkur karla hefur farið á þrjú mót sem af er sumri. Yngra árið fór á Set mótið á Selfossi en eldra árið á Orkumótið í Vestmannaeyjum svo tók allur flokkurinn þátt í Pollamótinu.
Continue reading4 flokkur kvenna Gróttu Íslandsmeistari
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks urðu Íslandsmeistarar eftir frábæran 14-10 sigur á Haukum í úrslitaleik í Safamýri 10. maí síðastliðinn.
Continue readingKrakkar úr 4. flokki karla og kvenna valin í hæfileikamótun KSÍ
Grótta átti 8 fulltrúa á æfingum Hæfileikamótunar KSÍ þann 1. maí en þau komu öll úr 4. flokki. Lilja Lív, Lilja Scheving, Tinna Brá og Rakel Lóa voru í stúlkna hópnum og þeir Benoný Breki, Fróði, Ragnar Björn og Orri Steinn voru drengja megin.
Continue readingGrímur, Krummi og Orri léku með landsliðinu
Um liðna helgi lék 15-ára landslið Íslands æfingaleiki við Færeyjar. Valinn var 22 manna hópur fyrir leikina og átti Grótta þar þrjá fulltrúa, þá Grím Inga Jakobsson, Krumma Kaldal og Orra Stein Óskarsson. Sannarlega glæsilegt hjá ekki stærra félagi.
Continue readingFlottar helgar hjá 5.flokki karla
Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.
Continue reading