Fréttir dagsins eru sannarlega gleðilegar en okkar eini sanni Bjarki Már Ólafsson er að taka til starfa hjá katarska stórliðinu Al Arabi ásamt Heimi Hallgrímssyni fyrrum landsliðsþjálfara.
Continue readingArnar Daði tekur við Gróttu og Daði Laxdal framlengir!
Arnar Daði Arnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá félaginu til næstu þriggja ára. Einnig var framlengdur samningur við Daða Laxdal sem er Gróttu-fólki vel kunnugur.
Continue readingPétur ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. kvk
Pétur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu og kemur því inn í þjálfarateymið með Magnúsi Erni Helgasyni og Þór Sigurðssyni styrktarþjálfara.
Continue readingÞjálfarar 2. og 3. flokks karla kynntir til leiks
Þá er komið að því að kynna til leiks þjálfara 2. og 3. flokks karla.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Axelsson þjálfa 2. flokk karla. Óskar stýrði meistaraflokki karla síðastliðið tímabil með góðum árangri og mun gera það áfram ásamt Halldóri Árnasyni. Óskar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu þrjú tímabli en hann er með UEFA-A þjálfaragráðu og er fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður. Arnar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu fjögur ár, en tvímenningarnir munu einnig þjálfa 6. flokk karla í ár.
Magnús Örn Helgason og Einar Bjarni Ómarsson þjálfa 3. flokk karla. Það þarf vart að kynna Magga til leiks, en hann er öllu Gróttufólki kunnugur enda að hefja sitt tólfta tímabil hjá félaginu. Einar Bjarni er hins vegar að hefja sitt fyrsta tímabil hjá Gróttu sem þjálfari en hann er uppalinn Seltirningur og spilaði með meistaraflokki Gróttu árin 2010 og 2011. Síðan þá hefur Einar leikið með Fram og KV en hann er eini Gróttumaðurinn sem hefur skorað í Evrópuleik!
Arnar og Bjössi taka við 6. flokk kvenna
Þá er komið að því að kynna þjálfara 6. flokks kvenna en þeir ættu að vera öllu Gróttu fólki góðkunnugir. Þeir Arnar Þór Axelsson og Björn Breiðfjörð Valdimarsson hafa tekið við flokknum og eru spenntir fyrir komandi tímabili.
Continue readingÞjálfarar í 2. og 3. flokki kvenna kynntir til leiks
2 og og 3. flokkur kvenna hefur hafið æfingar og því er tilvalið að kynna þjálfara flokksins til leiks. Þeir Guðmundur Guðjónsson og Pétur Rögnvaldsson munu þjálfa 3. flokk kvenna. Guðmundur tekur einnig við 2. flokki kvenna af Magnúsi Erni.
Continue readingVinnan er rétt að byrja
Eins og kunnugt er tryggði meistaraflokkur karla sér sæti í Inkasso-deildinni, næst efstu deild, laugardaginn 22. september, þegar liðið sigraði Hugin fyrir framan fulla stúku í frábæru haustveðri.
Continue readingÞjálfarar kynntir í 4. og 5. flokki karla og kvenna
Í vikunni hefjast æfingar hjá 5. og 4. flokki karla og kvenna. Það er því ekki úr vegi að kynna þjálfara þessa flokka til leiks!
Continue readingAxel Ingi ráðinn þjálfari 7. og 8. flokks karla og kvenna
Axel Ingi Tynes hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari 7. og 8. flokks karla og kvenna!
Continue readingArnar Jón og Davíð ráðnir þjálfarar
Arnar Jón Agnarsson og Davíð Örn Hlöðversson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks kvenna hjá Gróttu. Samningurinn er til þriggja ára.
Continue reading