Dida til Benfica

Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.

Continue reading

Meistaraflokkur kvenna í æfingaferð í Bosön

Meistaraflokkur kvenna hélt til Bosön í Svíþjóð í æfingaferð dagana 5. 10. júní. 20 leikmenn, einn liðsstjóri og þrír þjálfarar héldu í ferðina snemma á miðvikudagsmorgni. Í Bosön beið hópnum frábær aðstaða, gervigrasvöllur, styrktarsalur, fjölbreytt og hollt fæði og skemmtileg kojustemning. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og kannski full heitt fyrir suma, að minnsta kosti á meðan æfingum stóð.

Hópurinn nýtti tímann vel og æfði sjö sinnum á fimm dögum, fór og fylgdist með Svíþjóð – Malta, spókaði sig um í miðbæ Stokkhólms og liðsfundirnir voru einnig ófáir. Ferðin gekk vel í alla staði og er hópurinn enn tilbúnari í átök sumarsins, þéttari sem nokkru sinni fyrr.

Viðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar

Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.

Continue reading

Ungar og efnilegar framlengja við Gróttu

Um daginn skrifuðu Rut Bernódusdóttir og Valgerður Helga Ísaksdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.

Það er mikið ánægju efni fyrir deildina þegar uppaldir leikmenn framlengja samninga sína við félagið. Rut og Valgerður eru enn gjaldgengar í 3.flokk félagsins og má búast við miklu af þeim á næstu tveimur árum en þeim er ætlað stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna.

Á myndinni má sjá Davíð Örn annan þjálfara liðsins handsala samninginn