Tinna Brá Magnúsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í milliriðli í Ungverjalandi 16.-25. mars.
Continue readingSigný Ylfa gengin til liðs við Gróttu
Hin 18 ára gamla Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Signý spilar sem framherji en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og nokkra Lengjubikar- og Reykjavíkurmótsleiki fyrir Val.
Við bjóðum Signýju velkoma á Nesið og hlökkum til að fylgjast með henni í bláu treyjunni í sumar.
Tinna Brá til Írlands með U17 ára landsliðinu
Efnilegi markmaðurinn Tinna Brá leggur land undir fót með U17 ára landsliðinu á morgun en ferðinni er heitið til Írlands 🇮🇪 U17 ára landslið kvenna spilar tvo vináttuleiki við Írland, á föstudag og sunnudag.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu Brá til hamingju með landsliðsvalið og góðs gengis í leikjunum! 👏🏼
Emma Steinsen í Gróttu
Hin 16 ára gamla Emma Steinsen Jónsdóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Emma er efnilegur varnarmaður sem á 6 leiki með U16 ára landsliðinu og einn leik með U17. Gróttasport ræddi við Emmu og Magnús Örn þjálfara eftir æfingu í gærkvöldi:
Maggi:
„Það er frábært að fá Emmu í okkar raðir. Hún er öflugur varnarmaður og auk þess flottur karakter og mikil keppnismanneskja. Hún hefur staðið sig vel á æfingum og smellpassar inn í hópinn“.
Emma:
„Ég er mjög ánægð með að vera komin og hlakka til að spila með Gróttu á tímabilinu. Mér leist strax vel á aðstæður og stelpurnar hafa tekið mér mjög vel. Þjálfunin hjá Gróttu er góð og ég er viss um að ég geti bætt mig hérna.“
Rakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins
Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.
Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins
Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.
Þóra Hlíf tekur fram handboltaskónna
Eftir margra ára hlé frá handboltaiðkun hefur fyrrverandi landsliðsmarkmaðurinn ákveðið að taka fram skóna á ný. Þóra Hlíf Jónsdóttir er uppalin í Gróttu en lék síðast með Gróttu árið 2002 og Val árið 2005. Eftir það ákvað hún að leggja skóna á hilluna.
Continue readingTinna Brá í úrtakshóp U17 ára landsliðsins
Tinna Brá hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðsins sem æfir saman 20.-22. nóvember
Continue readingRakel Lóa í U16
Tinna Brá í U19 ára landsliðshópinn
Þórður Þórðarson hefur gert breytingar á æfingahóp U19 ára landsliðsins fyrir undankeppni EM 2020, en riðill Íslands fer fram hér á landi. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem er 15 ára, kemur inn í hópinn í stað Birtu Guðlaugsdóttur. Ísland er í riðli með Spáni, Grikklandi og Kasakstan og fara leikirnir fram dagana 2.-8. október.