Um helgina fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarfólk og sjálfboðaliðar komu saman til að fagna keppnistímabilinu sem lauk skyndilega í mars vegna Covid-19.
Continue readingHelga Guðrún framlengir
Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.
Continue readingUngar og efnilegar framlengja
Á dögunum skrifuðu hvorki meira né minna en 5 leikmenn undir samninga við meistaraflokk kvenna. Um er að ræða unga og efnilega leikmenn félagsins sem hafa síðastliðið tímabil stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki og er ætlað að verða framtíðarleikmenn félagsins.
Continue readingHulda Sigurðardóttir til Gróttu
Hulda Sigurðardóttir er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Fylki. Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk. Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu fagnar komu Huldu á Nesið. „Það er frábært fyrir okkar unga lið að fá hæfileikaríkan og reynslumikinn leikmann eins og Huldu í okkar raðir. Hún getur spilað margar stöður og brotið leikinn upp. Hulda er sterkur karakter og strax á hennar fyrstu æfingum hefur sést hve öfluga keppnismanneskju hún hefur að geyma.“ Hulda var einnig mjög kát með skiptin yfir í Gróttu. „Ég er mjög glöð að vera komin í Gróttu og hlakka til að byrja að spila. Það er mikil stemning og metnaður innan hópsins og móttökurnar sem ég fékk voru frábærar. Vonandi get ég hjálpað liðinu að eiga frábært sumar í Lengjudeildinni.“

Soffía framlengir við Gróttu
Markmaðurinn öflugi Soffía Steingrímsdóttir hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu um 2 ár.
Continue readingGuðrún framlengir við Gróttu
Guðrún Þorláksdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið félagsins um 2 ár og mun því taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni í vetur. Guðrún sem er 22 ára línumaður á að baki yfir 50 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og er þrátt fyrir ungan aldur ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.
Continue readingKári tekur við mfl. kvk Gróttu á ný!
Kári Garðarsson var í dag ráðinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu til næstu 3ja ára og tekur við liðinu af þeim Davíð Erni Hlöðverssyni og Arnari Jóni Agnarssyni.
Kári hefur starfað lengi við þjálfun hjá Gróttu og meðal annars stýrt báðum meistaraflokkum félagsins en nú síðast var hann þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni og kom þeim m.a upp í efstu deild þar sem hann stýrði liðinu á núverandi keppnistímabili.
Kári endurnýjar nú kynni sín af kvennaliði félagsins en hann náði stórbrotnum árangri með liðið á tímabilunum 2013-2017 þar sem hann gerði liðið meðal annars að tvöföldum Íslandsmeisturum.
Með ráðningu Kára er framhaldið þeirri stefnu sem unnið hefur verið að í handboltanum á Seltjarnarnesi en Kára er ætlað að taka næsta skref í því að koma kvennaliði félagsins aftur í efstu deild og í fremstu röð á næstu árum.
Stjórn deildarinnar vill koma að sérstökum þökkum til fráfarandi þjálfara, Davíðs og Arnars, fyrir þeirra starf síðastliðin 2 ár með meistaraflokk kvenna.
Frekari frekna af meistaraflokkum félagsins er að vænta á næstu vikum en undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil er í fullum gangi.
Tinna Brá á leið til Ungverjalands með U17 ára landsliðinu
Tinna Brá Magnúsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í milliriðli í Ungverjalandi 16.-25. mars.
Continue readingSigný Ylfa gengin til liðs við Gróttu
Hin 18 ára gamla Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Signý spilar sem framherji en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og nokkra Lengjubikar- og Reykjavíkurmótsleiki fyrir Val.
Við bjóðum Signýju velkoma á Nesið og hlökkum til að fylgjast með henni í bláu treyjunni í sumar.
Tinna Brá til Írlands með U17 ára landsliðinu
Efnilegi markmaðurinn Tinna Brá leggur land undir fót með U17 ára landsliðinu á morgun en ferðinni er heitið til Írlands 🇮🇪 U17 ára landslið kvenna spilar tvo vináttuleiki við Írland, á föstudag og sunnudag.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu Brá til hamingju með landsliðsvalið og góðs gengis í leikjunum! 👏🏼