Samningar við unga og efnilega leikmenn

Grótta heldur áfram að framlengja leikmannasamninga við unga og efnilega leikmenn félagsins. Samningarnir eru til tveggja ára og eru hluti af framtíðaráformum félagsins við að byggja upp meistaraflokkinn með leikmönnum Gróttu.

Allir leikmennirnir eru lykilleikmenn í 3.flokki og U-liði félagsins. Leikmennirnir eru Bessi Teitsson, Hrafn Ingi Jóhannsson, Kári Benediktsson og Þórður Magnús Árnason,

* Bessi er 18 ára gamall. Hann rétthentur hornamaður og öskurfljótur sem slíkur. Hann býr yfir mikilli skottækni.

* Hrafn Ingi er 18 ára gamall og er fjall að burðum. Hann er línumaður og öflugur varnarmaður.

* Kári er 17 ára gamall. Hann er örvhentur og leikur sem hornamaður. Hann er hávaxinn og sterkur.

* Þórður Magnús er 17 ára gamall. Hann er metnaðarfullur markvörður sem ætlar sér langt. Hann býr yfir snerpu og góðum staðsetningum.

Allir leikmennirnir voru tvívegis í leikmannahópi meistaraflokks á nýafstaðinni leiktíð. Við munum án efa fá að sjá þá enn oftar á næstu leiktíð.

Grótta er virkilega ánægt með samningana enda eru þeir mikilvægur liður í framtíðaráformum félagsins.

„Við erum mjög ánægðir að vera búnir að semja við þessa ungu stráka. Þessir strákar hafa verið viðloðandi meistaraflokkinn síðastliðinn vetur og því eðlileg þróun að þeir stígi næsta skref og verði partur af uppbyggingunni,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins.

Ungir og efnilegir skrifa undir

Grótta hefur framlengt samninga sína til tveggja ára við unga og efnilega leikmenn félagsins sem hluta af uppbyggingu félagsins. Allir leikmennirnir eru lykilleikmenn í 3.flokki og U-liði félagsins. Leikmennirnir eru Alex Kári Þórhallsson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson og Sverrir Arnar Hjaltason.

* Alex Kári er 18 ára gamall. Hann örvhentur og getur bæði leikið sem skytta og hornamaður. Hann er klókur leikmaður og spilar vel upp á félaga sína í liðinu.

* Gísli Örn er 17 ára gamall og getur bæði leikið sem leikstjórnandi og skytta. Hann er góður skotmaður, fylginn sér og öflugur beggja megin vallarins.

* Hannes Pétur er 18 ára gamall og er hávaxinn markvörður. Hann hefur góðar staðsetningar, les skotin vel og hefur góða sendingagetu.

* Sverrir Arnar er 16 ára gamall og er línumaður. Hann er nautsterkur, viljugur og hefur stigið stór framfaraskref síðastliðinn vetur.

Gísli og Hannes hafa hlotið eldskírn sína í Olísdeildinni á meðan Alex og Sverrir eiga hana eftir og vonandi kemur hún á næstu misserum.

Grótta er virkilega ánægt með samningana enda eru þeir mikilvægur liður í framtíðaráformum félagsins.

„Við erum mjög ánægðir að vera búnir að semja við þessa ungu stráka. Þessir strákar hafa flestir verið viðloðandi meistaraflokkinn síðastliðinn vetur og því eðlileg þróun að þeir stígi næsta skref og verði partur af uppbyggingunni,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins.

Elvar Otri framlengir

Leikstjórnandinn og skyttan Elvar Otri Hjálmarsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Elvar er 23 ára gamall og kom til Gróttu frá Fjölni fyrir tveimur árum síðan. Hann fór mikinn á nýafstöðu leiktímabili en þá skoraði hann 44 mörk og var öflugur í varnarleik Gróttuliðsins.

Það eru frábært tíðindi að Elvar verði áfram í Gróttu enda mikilvægur hlekkur í liðinu. Það verður gaman að sjá hann og Gróttuliðið taka næsta skref á næsta leiktímabili.

Atli Steinn í Gróttu

Atli Steinn Arnarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Atli Steinn er tvítug skytta sem hefur leikið með FH undanfarin ár. Atli Steinn fór á lán til HK um stundar sakir á síðasta leiktímabili og skoraði 17 mörk í 5 leikjum. Þess fyrir utan skoraði hann 9 mörk með FH í Olísdeildinni. Atli Steinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og fer til Slóveníu á EM U20 ára landsliða í júlí.

„Atli Steinn er mjög efnileg skytta sem verður virkilega góð viðbót við Gróttuliðið. Hann er kraftmikill leikmaður sem nýtist okkur vel. Það verður gaman að vinna með honum“. sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu við undirritun samningsins.

Á myndinni má sjá Arnkel Bergmann Arnkelsson varaformann Handknattleiksdeildar Gróttu og Atla Stein handsala samninginn.

Velkominn í Gróttu, Atli Steinn !

Sæþór í Gróttu

Sæþór Atlason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Sæþór er tvítugur og er örvhentur hornamaður. Sæþór kemur frá Selfossi þar hann er uppalinn. Hann skoraði 27 mörk fyrir Selfyssinga í Olísdeildinni í vetur. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin.“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Á myndinni má sjá Ólaf Finnbogason formann Handknattleiksdeildar Gróttu og Sæþór Atlason handsala samninginn.

Velkominn í Gróttu, Sæþór !

Leikjadagatal í júní

Sjáumst á vellinum í júní!

Hér má sjá dagskránna í júní og hvetjum við Gróttufólk að vista þessa mynd hjá sér og taka dagana frá. Gulmerktu dagarnir eru kvennaleikir og blámerktu eru karlaleikir 💙💛

ÁFRAM GRÓTTA!

Hannes framlengir

Línumaðurinn Hannes Grimm hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Hannes hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 148 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Það eru frábær tíðindi að Hannes verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins bæði sóknarlega og varnarlega.

Þeir eru vandfundnir meiri Gróttumenn en Hannes Grimm. Hann hefur undanfarin sjö ár þjálfað yngri flokka félagsins við góðan orðstír.

Magnús Örn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála

Knattspyrnudeild Gróttu hefur tekið stórt skref í átt að frekari styrkingu og framþróun með því að ráða Magnús Örn Helgason í nýtt og mikilvægt hlutverk sem yfirmann knattspyrnumála. Þessi ráðning markar upphaf nýs kafla í sögu deildarinnar, þar sem lögð verður enn frekari áhersla á fagmennsku og markvissa framtíðarsýn.

Magnús kemur til Gróttu með mikla reynslu og þekkingu á íslenskri knattspyrnu. Hann hefur frá árinu 2021 starfað hjá KSÍ, fyrst sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna og síðar U15 kvenna. Auk þess hefur Magnús í tvö ár stýrt Hæfileikamótun kvenna hjá KSÍ. Fram á vor mun Magnús sinna verkefnum sínum hjá KSÍ meðfram starfinu hjá Gróttu.

Magnús Örn er öllum hnútum kunnugur innan Gróttu enda Gróttumaður í húð og hár. Hann lék upp yngri flokka Gróttu áður en hann sneri sér að þjálfun en hann hefur þjálfað flesta aldurshópa hjá félaginu auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka árin 2014-2017. Á þeim tíma var hann m.a. annar höfunda „Gróttuleiðarinnar“ sem er handbók um markmið og hugmyndafræði deildarinnar. Árið 2018 tók hann við meistaraflokki kvenna en undir hans stjórn komst Grótta upp um deild árið 2019.

Í sínu nýja hlutverki mun Magnús hafa yfirumsjón með margvíslegum þáttum í rekstri knattspyrnudeildarinnar. Hann mun vinna náið með stjórn deildarinnar, yfirþjálfurum yngri flokka og þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna til að tryggja að Grótta haldi áfram að vera í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu.

„Við erum þakklát fyrir að hafa fengið Magga aftur til okkar, og það í þetta nýja og stóra hlutverk innan deildarinnar. Hans þekking og reynsla verða ómetanleg í áframhaldandi þróun knattspyrnudeildar og við höfum fulla trú á að leiðtogahæfileikar hans muni leiða knattspyrnudeild Gróttu til nýrra hæða,“ segir Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

„Það er afar spennandi að taka við þessu nýja starfi. Ég hlakka til að vinna með þeim framúrskarandi þjálfurum sem starfa hjá félaginu, leikmönnum á öllum aldri og auðvitað sjálfboðaliðunum sem eru félaginu dýrmætir. Það er margt sem gengur vel hjá Gróttu og ég mun leggja mitt að mörkum til að svo verði áfram,“ segir Magnús sem skrifaði undir nú síðdegis á Vivaldivellinum.

Ráðning Magnúsar er mikilvægur liður í stefnu Gróttu um að byggja upp öfluga knattspyrnudeild með skýra sýn í bæði uppeldis- og afreksstarfi. Við hlökkum til að sjá árangurinn af þessu samstarfi á komandi misserum og bjóðum Magnús hjartanlega velkominn aftur heim í Gróttu.

Myndir: Eyjólfur Garðarsson 

Antoine og U18 ára landsliðið í 2.sæti

Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.

Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.

Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.

Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.