Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.
Continue readingUngar og efnilegar framlengja
Á dögunum skrifuðu hvorki meira né minna en 5 leikmenn undir samninga við meistaraflokk kvenna. Um er að ræða unga og efnilega leikmenn félagsins sem hafa síðastliðið tímabil stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki og er ætlað að verða framtíðarleikmenn félagsins.
Continue readingHulda Sigurðardóttir til Gróttu
Hulda Sigurðardóttir er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Fylki. Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk. Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu fagnar komu Huldu á Nesið. „Það er frábært fyrir okkar unga lið að fá hæfileikaríkan og reynslumikinn leikmann eins og Huldu í okkar raðir. Hún getur spilað margar stöður og brotið leikinn upp. Hulda er sterkur karakter og strax á hennar fyrstu æfingum hefur sést hve öfluga keppnismanneskju hún hefur að geyma.“ Hulda var einnig mjög kát með skiptin yfir í Gróttu. „Ég er mjög glöð að vera komin í Gróttu og hlakka til að byrja að spila. Það er mikil stemning og metnaður innan hópsins og móttökurnar sem ég fékk voru frábærar. Vonandi get ég hjálpað liðinu að eiga frábært sumar í Lengjudeildinni.“
Soffía framlengir við Gróttu
Markmaðurinn öflugi Soffía Steingrímsdóttir hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu um 2 ár.
Continue readingJóhann Reynir framlengir við Gróttu
Stórskyttan Jóhann Reynir Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeildina um 2 ár og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili. Jóhann sem verður 31 árs á árinu á að baki langan feril bæði hér heima og erlendis og hefur verið lykilmaður í Gróttu-liðinu undanfarin 2 keppnistímabil.
Continue readingGuðrún framlengir við Gróttu
Guðrún Þorláksdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið félagsins um 2 ár og mun því taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni í vetur. Guðrún sem er 22 ára línumaður á að baki yfir 50 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og er þrátt fyrir ungan aldur ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.
Continue readingNýir leikmenn koma og Alli framlengir
Tveir nýjir leikmenn, þeir Lúðvík Thorberg og Ólafur Brim skrifuðu í dag undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu og auk þess framlengdi hornamaðurinn Alexander Jón samning sinn við félagið.
Continue readingStefán Huldar til Gróttu!
Markmaðurinn Stefán Huldar Stefánsson hefur gengið til liðs við Gróttu á láni frá Haukum.
Continue readingHannes Grimm snýr aftur!
Línumaðurinn og varnarjaxlinn Hannes Grimm mun snúa aftur til Gróttu fyrir komandi keppnistímabil en Hannes hefur á núverandi keppnistímabili leikið á láni með Stjörnunni.
Continue readingBirgir Steinn og Bergur Elí til Gróttu!
Þeir Birgir Steinn Jónsson og Bergur Elí Rúnarsson gengu í dag til lið við Gróttu og skrifuðu báðir undir 2ja ára samning við félagið.
Continue reading