Fimm í U15 ára landsliðinu

Á föstudaginn var valið í U15 ára landslið kvenna. Þar eigum við fimm frábæra fulltrúa; þær Arndísi Áslaugu Grímsdóttur, Dóru Elísabetu Gylfadóttur, Elísabetu Ásu Einarsdóttur, Helgu Sif Bragadóttur og Margréti Láru Jónasdóttur.

Landsliðsæfingarnar fara fram dagana 4. – 6.mars undir stjórn landsliðsþjálfaranna Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar.

Við óskum okkar stelpum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis.

Katrín Anna valin í U18

Rétt í þessu var valið í U18 ára landslið kvenna. Okkar stelpa, Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin í hópinn og æfir hann dagana 2. – 6.mars.

Þjálfarar U18 ára landsliðsins eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum Katrínu Önnu hjartanlega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.

Lilja Lív og Lilja Scheving í hóp U17 ára landsliðsins

Gróttukonurnar Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving eru í hóp sem Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valdi fyrir æfingar 17.-19. febrúar. 

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM 2022. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Slóvakíu og Finnlandi og verður leikið á Írlandi 23.-29. mars.

Vel gert stelpur! 

Kjartan Kári á úrtaksæfingum U19 ára landsliðsins

Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er einn af þeim sem Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið til að taka þátt í úrtaksæfingum 21.-23. febrúar 🙌🏼💙

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Liðið undirbýr sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2022, en þar er Ísland í riðli með Rúmeníu, Georgíu og Króatíu og fer riðillinn fram dagana 23.-29. mars.

Aufí, Rebekka og Sara í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttustelpurnar Sara Björk Arnarsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Arnfríður Auður Arnarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun KSÍ. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis!
Grótta er hreykið af því að eiga svona flotta fulltrúa í þessum hóp 👏🏼💙

Lilja Lív og Lilja Scheving á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins

 Gróttukonurnar Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving eru í hóp U17 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 10.-12. janúar. Knattspyrnudeild Gróttu er stolt af því að eiga glæsilega fulltrúa félagsins í þessum hóp. 
Næsta verkefni U17 kvenna eru milliriðlar undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Finnlandi og Slóvakíu og verður leikið á Írlandi 23.-29. mars. 

8 leikmenn valdir í unglingalandslið HSÍ

8 leikmenn frá okkur voru valin í unglingalandslið HSÍ núna fyrir helgi. Strákarnir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano og Hannes Pétur Hauksson voru valdir í U16 ára landsliðið. Stelpurnar Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Margrét Lára Jónsdóttir voru valdar í U15 ára landsliðið.

Við óskum þessum iðkendum okkar hjartanlega til hamingju með valið. Landsliðin æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem haldið verður áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar. Þar fá yngri landsliðið fræðslu sem nýtist þeim jafnt innan vallar sem utan.

Mynd að ofan: Margrét Lára Jónsdóttir

Dóra Elísabet Gylfadóttir

Helga Sif Bragadóttir

Arndís Áslaug Grímsdóttir

Elísabet Ása Einarsdóttir

Antoine Óskar Pantano

Alex Kári Þórhallsson

Hannes Pétur Hauksson

Katrín Anna með U18 landsliðinu í Serbíu

U-18 ára landslið kvenna lék í Belgrad í Serbíu 22 – 25.nóvember síðastliðinn á umspilsmóti um sæti í A-keppni Evrópumóts kvenna í þessum aldurshópi á næsta ári. Katrín Anna Ásmundsdóttir leikmaður meistara- og 3.flokks var okkar fulltrúi í landsliðinu.

Stelpurnar unnu Slóveníu 24-21 í fyrsta leik og síðan Slóvakíu í öðrum leik 29-26. Því miður tapaðist úrslitaleikurinn við Serba stórt, 31-20. Okkar leikmaður Katrín Anna Ásmundsdóttir stóð sig vel á mótinu.

Katrín Anna hefur verið fastamaður í þessu landsliði undanfarin ár. Gríðarleg reynsla og tækifæri sem Katrín Anna fær í landsliðinu sem vonandi nýtist Gróttu næstu misseri.

Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21

Gróttumenn gera það gott! Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21 🇮🇸

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn Óskarsson var kallaður inn í U21 árs landsliðið í gær en liðið spilaði við Liechtenstein í dag. Þar hitti Orri sinn fyrrum liðsfélaga hjá Gróttu, en Hákon Rafn Valdimarsson var milli stanganna hjá U21 árs landsliðinu í 3-0 sigri. Hákon var í byrjunarliði liðsins en Orri Steinn kom við sögu sem varamaður og lék sinn fyrsta landsleik með U21 ára liðinu. Það er skammt stórra högga á milli, en eftir leikinn var tilkynnt að Hákon Rafn Valdimarsson hefði verið kallaður inn í A-landsliðið. Hákon verður því í íslenska landsliðshópnum í leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.
Geggjaðir 🙌🏼💙