Landsliðsmenn Gróttu á ferðinni um helgina

Um helgina voru yngri landslið Íslands í handbolta á ferðinni og átti Grótta sína fulltrúa í U-17, U-19 og U-21 árs landsliðinu.

U-17 ára landslið karla hélt til Frakklands og lék þar á sterku 4 landa æfingarmóti en fulltrúar Gróttu í ferðinni voru þeir Ari Pétur Eiríksson og Gunnar Hrafn Pálsson.

Strákarnir léku gegn heimamönnum í Frakklandi, Sviss og Króatíu og upplifðu þar jafntefli, sigur og tap gegn þessum sterku þjóðum. Okkar strákar stóðu sig með mikilli prýði en Gunnar Hrafn skoraði 5 mörk í leikjunum þremur og Ari Pétur 2 mörk.

U-19 ára landslið karla æfði hér heima á Íslandi yfir helgina og áttum við einn fulltrúa þar í Kára Rögnvaldssyni.

U-21 árs landsliðið spilaði svo hér heima tvo æfingarleiki við sterkt lið Frakka og átti Grótta 3 fulltrúa í hópnum, þá Hannes Grimm, Alexander Jón og Svein Jose Riviera. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn og vannst þar frábær sigur 28-24 og skoruðu þeir Sveinn og Alexander sitthvort markið í þeim leik. Síðari leikurinn fór fram daginn eftir og tapaðist hann 21-26 og skoraði Hannes Grimm 1 mark í þeim leik.

Drengirnir voru flottir fulltrúar félagsins um helgina og vonumst við til að sjá þá leika enn fleiri landsleiki í framtíðinni.

Tap gegn Haukum á heimavelli

Gróttu-strákar fengu Hauka í heimsókn í gærkvöldi í fyrsta heimaleik sínum í vetur eftir endurbætur á Hertz-höllinni. Splunkuný Gróttu-blá stúka var meðal annars sem beið stuðningsmannana þegar þeir mættu að horfa á átökin sem framundan voru. Haukarnir voru búnir að vera á miklu skriði fyrir þennan leik með 2 sigra í röð og staðráðnir í að bæta þeim þriðja við. Gróttu-strákar hinsvegar fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á KA í seinustu umferð og tilbúnir að sýna sig og sanna á heimavellinum í fyrsta sinn í vetur.

Ágúst Emil var ljósið í myrkrinu í gærkvöldi

Það kom hinsvegar á daginn að Haukarnir reyndust alltof stór biti á þessum annars fallega sunnudegi. Það var aðeins í byrjun leiks þar sem Gróttu-liðið átti eitthvað roð í Haukana en strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega og var jafnt á tölum alveg þangað til í stöðunni 5-7 eftir um 15 mínútna leik, þá skildu leiðir og Hauka-menn tóku algjörlega yfir leikinn. Argrúa af tækni og skotklikkum Gróttu-liðsins skiluðu Haukum fullt af hraðaupphlaupum en einnig hjálpaði ekki til að varnarmenn Gróttu-liðsins létu reka sig út af trekk í trekk og voru okkar menn því oftar en ekki einum færri sem tók mikið á orku liðsins. Staðan í hálfleik 8-14 og útlitið ekki bjart fyrir okkar menn.

Gróttu-strákar byrjuðu síðari hálfleikinn grimmt enda ljóst að þeir urðu að saxa á forskotið strax ætluðu þeir sér að eiga séns á að ná Haukunum. Eftir um 15 mín leik var Gróttu-liðið búið að minnka muninn í 4 mörk 17-21 og eigðu von að ná Haukunum. Hauka-liðið er hinsvegar ógnarsterkt skiptu á þessum tímapunkti hreinlega um gír og keyrðu yfir Gróttu-liðið með sex mörkum í röð og breyttu stöðunni í 17-27. Eftir það var morgunljóst í hvað stemmdi og endaði leikurinn 22-31.

Aðalstyrkleiki Gróttu-liðsins, vörn og markvarsla, var ekki til staðar í gærkvöldi og gegn eins sterku liði og Haukum má slíkt ekki gerast ef ekki á illa að fara. En strákarnir hafa viku til að rífa sig upp en þeir mæta Fram n.k sunnudag í Fram-heimilinu í gríðarlega mikilvægum leik.

Markahæstir í Gróttu-liðinu

  • Ágúst Emil – 5 mörk
  • Sveinn Rivera – 4 mörk
  • Gellir Michaelsson – 3 mörk
  • Árni Benedikt – 3 mörk
  • Alexander Jón – 2 mörk
  • Jóhann Reynir – 2 mörk
  • Aðrir minna

Hreiðar Levý átti ekki sinn besta dag á bakvið götótta Gróttu-vörn og varði 9 skot. Sverrir Andrésson varði 1.

Þrír Gróttu-menn í U21 árs landsliðinu

Á dögunum valdi Einar Andri Einarsson nýráðinn þjálfari U21 árs landsliðs karla í handbolta 20 manna hóp fyrir 2 æfingarleiki við Frakkland í lok október. Leikirnir fara fram föstudaginn 26.október kl 20:00 og laugardaginn 27.október kl 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði.

Þrír leikmenn Gróttu voru valdir í hópinn en það eru vinstri hornamaðurinn Alexander Jón Másson og línutröllin Hannes Grimm og Sveinn José Riviera.

Við óskum þeim til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum tveimur.

Fýluferð í Árbæinn

Gróttu-stelpur gerðu sér ferð á föstudagskvöldið upp í Árbæ, nánar tiltekið í Fylkis-höllina þar sem þær mættu heimastúlkum í Fylki í 4.umferð Grill-66 deildinni. Stelpurnar höfðu byrjað tímabilið ágætlega en eftir skell í fyrsta leik liðsins voru komnir 2 sigurleikir í röð á töfluna og því mikið sjálfstraust í liðinu fyrir þennan leik gegn Fylki.

Continue reading