Björn Axel og Birkir semja við Gróttu

Björn Axel hefur snúið aftur í sitt uppeldisfélag en hann skrifaði á dögunum undir samning um að leika með Gróttu á komandi keppnistímabili. Björn Axel er 26 ára sóknarmaður sem á að baki 73 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 35 mörk, þar af 20 leiki fyrir Gróttu. Björn Axel spilaði með Gróttu árin 2015, 2018 og 2019 en hann hefur einnig spilað með KV, Njarðvík, KFR og KFS.

Hinn 19 ára Birkir Rafnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu nú á dögunum. Birkir er uppalinn Gróttumaður en meðfram því að spila með 2. flokki á síðasta ári lék hann einnig með Kríu. Þar spilaði Birkir 15 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að fá Björn Axel aftur í félagið og því að hafa samið við Birki.

Rakel Lóa valin í æfingahóp U17 ára landsliðsins

Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin á æfingar hjá U17 ára landsliði kvenna dagana 22.-24. febrúar. Æfingarnar fara fram í Skessunni undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna. Við óskum Rakel innilega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum 👊🏼

Lilja, Lilja og Emelía valdar í æfingahóp U16

Þær Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir og Emelía Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 kvenna dagana 15.-17. febrúar. Innilega til hamingju með valið stelpur! 

6 flokkur kvenna deildarmeistarar

Stelpurnar í 6. flokki kvenna á eldra ári stóðu sig frábærlega á fyrsta móti vetrarins. Þær urðu deildarmeistarar á Skittles mótinu sem var haldið í ÍR. Stelpurnar spiluðu 4 leiki og unnu þá alla. Þær skoruðu 42 mörk og fengu á sig 13 mörk – þvílíkur árangur.

Continue reading

Rut valin í æfingahóp U15 ára landsliðsins

Rut Heiðarsdóttir hefur verið valin af Ólafi Inga Skúlasyni, landsliðsþjálfari U15 kvenna, í æfingahóp fyrir æfingar 10.-12. febrúar. Rut er á yngra ári í 3. flokki kvenna og er mjög efnileg knattspyrnukona.
Til hamingju Rut og gangi þér vel! 👏🏼