Grótta og Tryggja í samstarf

Íþróttafélagið Grótta og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr.

Continue reading

Lumar þú á ljósmyndum úr sögu Gróttu ?

Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Við byrjuðum fyrir jól að kynna átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu okkar í hverri viku.

Continue reading

Eydís, Elín, Lilja og Lilja skrifa undir

Þrír ungir leikmenn fæddar árið 2005 hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Gróttu, þær Elín Helga Guðmundsdóttir, Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving.

Lilja Lív steig sín fyrstu skref með meistaraflokki fyrir rúmu ári. Hún spilaði mikið á undirbúningstímabilinu og lék svo 8 leiki í deild og bikar. Lilja hefur síðustu mánuði æft reglulega með U16 ára landsliði Íslands.

Lilja Scheving spilaði tvo leiki með meistaraflokki í fyrra en kom svo af krafti inn í Gróttuliðið á þessu undirbúningstímabili. Hún æfði á dögunum með U16 landsliðinu en lenti í því óláni að fá höfuðhögg í lok febrúar sem hefur haldið henni frá keppni síðustu vikur. 

Elín Helga var líkt og Lilja og Lilja lykilkona í 3. flokki Gróttu/KR sem komst í úrslitaleik Íslandsmótsins síðasta haust. Elín hefur komið af krafti inn í æfingahóp Gróttu í vetur og komið við sögu í flestum leikjum það sem af er þessu undirbúningstímabili.

Við sama tilefni skrifaði Eydís Lilja Eysteinsdóttir undir sinn fyrsta samning við Gróttu. Eydís var lykilleikmaður í Gróttuliðinu árin 2017 og 2018 en spilaði ekkert árið 2019 vegna barneigna. Eydís vann sig hægt og bítandi inn í Gróttuliðið í fyrra og skoraði þegar upp var staðið 4 mörk í 13 leikjum. Í vetur hefur Eydís verið í stuði í framlínu Gróttu og skorað sex mörk í fyrstu sjö leikjum undirbúningstímabilsins. Eydís, sem er uppalin í Stjörnunni, er 28 ára gömul og er elsti leikmaður Gróttuliðsins!

Óliver Dagur og Valtýr Már framlengja við Gróttu

Óliver Dagur Thorlacius og Valtýr Már Michaelsson hafa framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Valtýr og Óliver eru báðir uppaldir í Vesturbænum og stigu sín fyrstu skref með KR í Pepsi Max deildinni áður en þeir komu yfir í Gróttu árið 2018 þar sem þeir hafa verið síðan. Óliver Dagur er 22 ára miðjumaður sem hefur spilað 65 leiki fyrir Gróttu og skorað í þeim 20 mörk. Valtýr Már er 22 ára miðjumaður sem á að baki 39 leiki með Gróttu og hefur skorað í þeim 6 mörk.

Samningarnir við Óliver og Valtýr eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins.

Karen Guðmundsdóttir í Gróttu

Hin 18 ára gamla Karen Guðmundsdóttir er gengin til liðs við Gróttu á láni frá Val. Karen, sem er sókndjarfur miðjumaður, á að baki tvo meistaraflokksleiki fyrir Val en hún glímdi við erfið meiðsli allt síðasta ár. Árið 2019 lék Karen þrjá leiki með U16 ára landsliðinu og varð m.a. bikarmeistari í 2. flokki ásamt Eddu Björg og Signýju sem leika með Gróttu í dag. 

Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu, fagnar komu Karenar á Nesið: „Það eru frábær tíðindi fyrir Gróttu að Karen sé gengin til liðs við félagið. Karen er fjölhæfur miðjumaður sem kemur með aukin gæði og kraft inní hópinn okkar. Hún mun án efa styrkja liðið og hjálpa okkur í komandi átökum í Lengjudeildinni.

Karen kvaðst spennt fyrir tímabilinu með Gróttu: „Mér líst mjög vel á Gróttu. Hér er góð umgjörð og liðið hefur gert spennandi hluti síðustu ár. Ég hlakka til að komast aftur á fullt eftir erfið meiðsli og ég er viss um að það sé spennandi tímabil framundan í Gróttu.“