Skráning fyrir vorönnina í 9.flokki er hafin í Abler. Æfingarnar eru fyrir krakka á leikskólaaldri og eru á laugardögum kl. 09:15-10:00. Þjálfari 9.flokks er Eva Björk Hlöðversdóttir ásamt aðstoðarþjálfurum.
Boðið er upp á handboltaskóla í vetrarleyfinu næstu daga. Námskeiðsdagarnir eru á fimmtudaginn, föstudaginn og mánudaginn. Æfingarnar fara fram kl. 09:00-12:00 og eru krakkarnir beðnir um að koma með nesti.
Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokkanna og leikmenn meistaraflokka félagsins.
Tæplega 15 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Um er að ræða krakka fædd 2019 og 2020. Eva Björk Hlöðversdóttir og aðstoðarfólk hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en Eva Björk er margreynd í þjálfun hjá félaginu.
Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum. Æfingarnar hefjast kl. 09:15.
Mikill fjöldi og góð stemning var á Kynningarkvöldi Gróttu sem fram fór í kvöld í Hátíðarsal Gróttu. Þar hlýddu gestir á þjálfara meistaraflokkanna, þá Róbert Gunnarsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson fara yfir leikmannahópana, hvernig undirbúningurinn hefur verið og markmið fyrir veturinn.
Ólafur Finnbogason formaður Handknattleiksdeildar Gróttu ræddu hin ýmsu mál og kynnti breytt úrval árskorta sem eru komin í sölu á Stubbur appinu. Nýr og glæsilegur keppnisbúningur var frumsýndur og var Einar Örn Jónsson fjölmiðlamaður með létta tölu um Gróttu.
Kvöldið heppnaðist frábærlega og var góð stemning á meðal stuðningsfólks. Fyrstu eikir meistaraflokkanna okkar eru á laugardaginn þegar fyrsta Gróttutvenna tímabilsins fer fram.
Æfingar allra flokka hefjast fimmtudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.
Handknattleiksdeild Gróttu er með æfingar fyrir krakka á leikskólaaldri fædda 2019 og 2020. Æfingarnar eru á laugardögum kl. 09:15-10:00 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu. Þjálfari er Eva Björk Hlöðversdóttir.
Á æfingunum gefst krökkum á leikskólaaldri að kynnast handbolta með reglubundnum æfingum einu sinni í viku. Lögð verður áhersla á skemmtilega leiki með og án bolta og grunnatriði handbolta kennd með fjölbreyttri hreyfingu. Fyrsta æfing verður 7.september. Við hvetjum alla til prófa. Frítt verður að prófa fyrstu æfingar.
Skráning fer fram í Sportabler, https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti og er verðið fyrir haustönnina 25.900 kr. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á netfangið andri@grotta.is.
Handknattleiksdeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá yngri flokkum félagsins. Nánari upplýsingar og umsóknir sendast á Andra Sigfússon yfirþjálfara á netfangið andri@grotta.is
Núna á næstu dögum hefst sumarstarf handboltans. Það verður ýmislegt í boði fyrir verðandi grunnskólaaldur. Öll námskeið fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi og eru viku í senn.
Handboltaskóli fyrir krakka f. 2013-2018 29. júlí – 21.ágúst kl. 09:00-12:00 Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeldar auk gestaþjálfara Hægt að kaupa gæslu frá kl. 08:00-09:00 og frá 12:00-13:00
______________________________________________
Afreksskóli fyrir krakka og unglinga f. 2009-2012 6. ágúst – 21.ágúst kl. 12:30-14:00 Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeildar auk gestaþjálfara
______________________________________________
Fókusþjálfun fyrir krakka og unglinga f. 2008-2012 29. júlí – 1.ágúst kl. 12:00-13:00 Umsjón og þjálfun: Tinna Jökulsdóttir
______________________________________________
Skráning í handbolta- og afreksskólann fer fram í gegnum Sportabler. Beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skólana hjá Andri Sigfússyni yfirþjálfara á andri@grotta.is.
Skráning í Fókusþjálfun fer fram í gegnum Tinnu Jökulsdóttur, tinnaj@sjukrasport.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Fókusþjálfunina í meðfylgjandi auglýsingu eða á https://www.instagram.com/fokusthjalfun
Grótta býður iðkendum sínum að taka þátt í spennandi námskeiði á vegum Fókusþjálfunar. Skemmtilegt námskeið þar sem farið er yfir liðkun, jafnvægi og snerpuæfingar. Einnig eru gerðar skemmtilegar boltaæfingar sem reyna á samhæfingu, athygli og víðsýni.
Námskeiðið verður í fjóra daga, mánudaginn 29.júlí til fimmtudagsins 1.ágúst. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni.
Þjálfari námskeiðsins er Tinna Jökulsdóttir, eigandi Fókusþjálfunar, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltakona. Hún er sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna í Stjörnunni og A-landsliðs kvenna í handbolta. Skráning fer fram á tinnaj@sjukrasport.is
Handknattleiksdeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá yngri flokkum félagsins. Nánari upplýsingar og umsóknir sendast á Andra Sigfússon yfirþjálfara á netfangið andri@grotta.is