Íþróttakona Gróttu 2022 var valin fimleikakonan Freyja Hannesdóttir á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá félaginu.
Continue readingTilnefndar sem íþróttakona Gróttu 2022
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn á morgun miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Continue readingTilnefndir sem þjálfarar ársins
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn næsta miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Continue readingTilnefndar sem íþróttakona æskunnar
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:
Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir
Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.
Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.
Miðasala á Þorrablótið hefst kl. 12:00 í dag
Þorrablót Seltjarnarness verður í íþróttahúsi Gróttu laugardaginn 28. janúar. Miðasala hefst á Tix.is í dag (þriðjudaginn 6.des) kl. 12:00
Continue readingViltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu?
Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu ? Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast íþróttaleikjum
eða öðrum verkefnum. Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum? Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð
og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í? Vantar þig áhugamál?
Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi. Íþróttafélagið Grótta treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.
Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með því að senda póst á grotta@grotta.is
Ekki hika við að hafa samband. Þér verður tekið fagnandi!
Skráning í stubbafimi vorönn 2023 hefst 1. desember nk
Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Continue readingStyrktar- og liðleikaþjálfun námskeið
Hentar vel íþróttakrökkum úr boltaíþróttum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á styrk, liðleika, samhæfingu og aukna hreyfifærni. Námskeiðið er 5 vikur og verður kennt í fimleikasal Gróttu.
Continue readingGrótta er fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn.
Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks- og fimleikadeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.
Á hópmyndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar, Þröstur Þór Guðmundsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu, Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar og Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri félagsins.
Eyjólfur Garðarsson tók myndir við þetta tilefni.
„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum“, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.