FSÍ mót

Fyrsta FSÍ mót vetrarins fór fram í Egilshöll um helgina. Gróttu stúlkur byrjuðu veturinn vel og komu heim með yfir tuttugu verðlaunapeninga.

Continue reading

Malta GymStars mót

Sextán Gróttustelpur á aldrinum 10-18 ára eru staddar á Möltu þessa dagana. Um helgina kepptu þær á alþjóðlegu móti Malta GymStars International, 280 stelpur frá tíu löndum kepptu á mótinu.

Continue reading

Fimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal

Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.

Continue reading

Fimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2019

Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2010-2013) í sumar.

Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.

Námskeiðin eru sem hér segir:

  • 11. – 14. júní
  • 18. – 21. júní
  • 24. – 28. júní
  • 1. – 5. júlí
  • 8. – 12. júlí
  • 6. – 9. ágúst
  • 12. – 16. ágúst

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum, en ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.

30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu

Í tilefni af 30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu verður haldin afmælissýning laugardaginn 28. maí þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar sýna listir sínar. Farið verður yfir sögu deildarinnar í máli og myndum og boðið verður upp á afmæliskaffi í lok sýningar.

Continue reading

Fimleikadeild Gróttu – Frábær árangur 2014-15

Fimleikadeildin veitti í dag iðkendum í áhaldafimleikum sem að náðu þrepinu sínu í vetur og verðlaunahöfum á Íslandsmótum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Tuttuguogfimm Gróttustúlkur náðu þrepinu sínu í Fimleikastiganum á þessu keppnistímabili og færast upp um þrep næsta haust. Sex þeirra komust á verðlaunapall á Íslandsmóti í þrepum og tveir Íslandsmeistaratitlar komu í hús, í 5. þrepi og frjálsum æfingum unglinga. Frábær árangur hjá stúlkunum og þjálfurum þeirra í vetur. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næsta þrepi Fimleikastigans og í næstu verkefnum.

Þeir sem að náðu þrepi á keppnistímabilinu 2014-2015

  1. þrep: Elín Birna Hallgrímsdóttir.
  2. þrep: Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sunna Kristín Gísladóttir og Þórunn Anna Almarsdóttir.
  3. þrep: Bríet Bjarnadóttir, Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Katrín Aradóttir.
  4. þrep: Ásta Hlíf Harðardóttir, Saga Óskarsdóttir, Selma Katrín Ragnarsdóttir, Silja Björk Ægisdóttir og Teresa Nukun Steingrímsdóttir.
  5. þrep: Birna Kristín Einarsdóttir, Hanna María Hannesdóttir, Hildur Arnaldsdóttir, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Lydía Líf Reynisdóttir, María Bjarkar Jónsdóttir, Ragnheiður Ugla Gautsdóttir, Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, Sigurlína Sól Valþórsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir.

Íslandsmeistari unglinga í frjálsum æfingum:

Nanna Guðmundsdóttir

Íslandmeistari í 5. þrepi:

Ragnheiður Ugla Gautsdóttir

Verðlaunasæti í aldursflokkum á Íslandsmóti í þrepum:

Bríet Bjarnadóttir 1. sæti í 3. þrepi 12 ára

Hildur Arnaldsdóttir 1. sæti í 5. þrepi 12 ára

Katrín Aradóttir 1. sæti í 3. þrepi 11 ára

Sunna Kristín Gísladóttir í 2. sæti í 2. þrepi 12 ára og yngri

Teresa Nukun Steingrímsdóttir 1. sæti í 4. þrepi 12 ára