Það var svo sannarlega margt um manninn í opnunarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness, í gær laugardaginn 14. september.
Continue readingSkipulagsbreyting hjá Gróttu
Aðalstjórn Gróttu hefur ákveðið að fara í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins. Kári Garðarsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Gróttu frá árinu 2015 verður frá og með deginum í dag framkvæmdastjóri félagsins. Kristín Finnbogadóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Gróttu frá árinu 2001 tekur við nýju starfi fjármálastjóra.
Continue readingViðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar
Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.
Continue readingÁætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi samþykktar
Á síðasta aðalstjórnarfundi Gróttu sem fram fór í upphafi maímánaðar samþykkti stjórn félagsins endurskoðaðar viðbragðs- og aðgerðaráætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi.
Continue readingFimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal
Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.
Continue readingAðalfundir Gróttu 2019
Síðdegis í dag, fimmtudaginn 2. maí fóru fram aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu. Á fjórða tug mættu á fundina sem gengu vel fyrir sig. Fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar en í kjölfarið komu formenn deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu 2018.
Gjaldkerar fóru því næst yfir rekstrarniðurstöður ársins en reksturinn gekk almennt vel á árinu. Nokkrar breytingar urðu á stjórnum og á næstu dögum munum við fara yfir þær breytingar og kynna nýjar stjórnir. Einnig munum við birta ársskýrslur félagsins.
Í lok fundar kom Jói G leikari á svæðið og fór yfir það hvað er mikilvægt að hafa í huga sem stjórnarmaður og foreldri hjá íþróttafélagi.
Dagur Guðjónsson íþróttamaður Gróttu
Knattspynumaðurinn Dagur Guðjónsson var í gærkvöldi kjörinn íþróttamaður Gróttu fyrir árið 2018.
Continue readingLaufey Birna íþróttamaður æskunnar
Fimleikastúlkan Laufey Birna Jóhannsdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2018.
Continue readingIngi húsvörður lætur af störfum
Ágúst Ingi Ágústsson eða Ingi húsvörður lét af störfum í íþróttahúsi Gróttu fyrir rétt rúmrí viku síðan. Ingi hóf störf í íþróttahúsinu 2. janúar 1989 og hafði því starfað samfleytt hjá Seltjarnarnesbæ í tæp 29 ár.
Continue readingÁ þriðja hundrað iðkenda hlýddu á Pálmar
Í vikunni hafa vel á þriðja hundrað iðkenda allra þriggja deilda Íþróttafélagsins Gróttu hlýtt á fræðsluerindi Pálmars Ragnarssonar. Í fyrirlestri fyrir íþróttaiðkendur fjallar hann á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.
Continue reading