Um 470 stelpur lögðu leið sína á Vivaldivöllinn sunnudaginn 24. mars og tóku þátt í Íslandsbankamóti Gróttu.
Continue readingGróttumót 6. og 7. flokks karla haldin annað árið í röð
Gróttumótið var haldið sunnudagana 3. og 17. mars, annað árið í röð, í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi og 7. flokkar Gróttu, Víking, ÍR, Álftanesi, Val, Fram, ÍA og HFF mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.
Continue readingSvekkjandi tap gegn Akureyri
Gróttu-strákar héldu um helgina norður yfir heiðar til að mæta heimamönnum í Akureyri. Ljóst var fyrir leik að gríðarlega mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið sem sátu fyrir leik jöfn á botninum með 8 stig.
Continue readingFimm úr 3. flokki í landsliðsverkefnum
Landsliðsþjálfarar hafa nú valið hóp U16 karla sem tekur þátt æfingamótinu UEFA Development Tournament í Króatíu ásamt úrtakshóp U15 kvenna.
Continue readingGróttumót 6. flokks karla haldið annað árið í röð
Gróttumótið var haldið í annað sinn sunnudaginn 3. mars í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.
Continue readingGrímur og Hákon valdir í U16 og U18
Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U18. Grímur Ingi er í hóp U16 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1.-3. mars og Hákon Rafn er í hóp U18 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1-2. mars.
Grímur Ingi er á eldra ári í 3. flokki en æfir aðallega með 2. flokki og meistaraflokki. Hákon Rafn er á miðju ári í 2. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.
Rakel Lóa, María Lovísa og Tinna Brá í U15 og U16 úrtakshópum
Landsliðsþjálfarar U15 og U16 kvenna hafa valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 22.-24. febrúar. Í U15 hópnum er Rakel Lóa Brynjarsdóttir, leikmaður 3. flokks. Í U16 hópnum eru þær María Lovísa Jónasdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir, en þær eru einnig leikmenn 3. flokks.
Continue readingMikilvægur sigur á KA
Gróttu-strákar unnu á sunnudag 4 marka sigur á KA á heimavelli, 29-25. Sigurinn var langþráður en Gróttu-liðið ekki unnið síðan í 7.umferð.
Continue reading3. flokkur kvenna sigurvegari Stefnumóts KA
3. flokkur kvenna hélt til Akureyrar um helgina að keppa á Stefnumóti KA. 22 stelpur héldu í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og fararstjórum og mikil spenna var í hópnum. Grótta/KR tefldi fram tveimur liðum og náðu bæði liðin flottum árangri.
Continue readingMfl.kk sigurvegarar B-deildar Fótbolta.net mótsins!
Meistaraflokkur karla eru sigurvegarar B-deildar Fótbolta. net mótsins! Strákarnir hnepptu titilinn eftir 2-0 sigur á Njarðvík fyrr í kvöld.
Continue reading