Íþróttastarf hefst að nýju

Mánudaginn 4. maí voru merk tímamót að íþróttastarf barna og unglinga hófst að nýju án takmarkana. Íþróttastarf eldri einstaklinga hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.

Continue reading

Heimaæfingar með fimleikadeild Gróttu

Síðasta heimaæfingavikan og við hlökkum mikið til að komast aftur í salinn þann 4. maí. Keppnishóparnir í áhaldafimleikum hafa æft af kappi heima og úti undir berum himni.

Sindri Diego heiti ég og ég ætla að sýna ykkur nokkrar æfingar í dag. Vona að sem flestir taki þátt og svitni smá. Gott að hafa mjúkt undirlag, stól, handklæði eða sippuband og kodda.

Fleiri æfingar er að finna á Facebook síðu Fimleikadeildar Gróttu hér.

Upplýsingagjöf vegna samkomubanns

Fljótlega í kjölfar tölvupóstsins sem ég sendi ykkur í gær kom eftirfarandi tilkynning frá ÍSÍ hér. Það er því ljóst að með þessari tilkynningu girða yfirvöld fyrir allt íþróttastarf í landinu á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttafélagið Grótta mun að sjálfsögðu fara eftir þessum fyrirmælum yfirvalda og sýna þar með ábyrgð í verki.

Continue reading