Anna Úrsúla nýr verkefnastjóri Gróttu

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttafélagsins Gróttu. Anna er Gróttufólki að góðu kunn enda uppalinn innan raða félagsins sem iðkandi hjá handknattleiksdeild. Hún var fyrirliði meistaraflokks þegar liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari árið 2015 og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli ári seinna.

Continue reading

Nýtt sundtímabil byrjað hjá KR

Ný æfingatafla Sunddeildar KR er komin á vefsíðu KR og opnað hefur verið fyrir skráningar. KR hvetur alla til að koma og prófa æfingar og taka þátt í metnaðarfullu íþróttastarfi með reynslumiklu þjálfarateymi.

Continue reading

Æfingatafla knattspyrnudeildar 2023-2024

Vetraræfingatafla knattspyrnudeildar tekur gildi mánudaginn 28. ágúst. Iðkendur í 5.-2. flokki halda áfram að æfa með þeim flokki sem þau voru með í sumar þangað til Íslandsmótin klárast, en 2013 árgangurinn bætist við í 5. flokki.

Continue reading

Miðasala á Verbúðarballið hafin

Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.

Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA

Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023

Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.

ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið

Sumarnámskeiðin hefjast næsta mánudag

Sumarnámskeið Gróttu hefjast næsta mánudag (12. júní) og nú í þessari viku er undirbúningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Hluti af undirbúningum var skyndihjálparnámskeið sem var haldið í gær en þar mættu einnig húsverðir íþróttamannvirkjanna. Guðjón Einar Guðmundsson var leiðbeinandi en hann hefur 17 ára reynslu í sjúkraflutningum og slökkviliðs starfi auk þess hafa að vera virkur fimleikum á árum áður.

Námskeiðið gekk vel og nú getum við ekki beðið eftir að sumarnámskeiðin hefjist.

VERKfALLIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á SUMARNÁMSKEIÐIN !

Það hafa borist fyrirspurnir á skrifstofuna hvort verkfallið hafi áhrif á sumarnámskeiðin og svarið er nei – þau hafa engin áhrif á námskeiðin.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN

Síðasti skráningardagur fyrir námskeiðin sem hefjast næsta mánudag er á morgun föstudag (9.júní)
Allar upplýsingar um námskeið og skráningu er hér:

Guðjón Einar Guðmundsson