Heimaleikjakort knattspyrnudeildar Gróttu eru komin í sölu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að næla sér í kort á kostakjörum. Handhafar heimaleikjakorta njóta forgangs á völlinn. Sala heimaleikjakorta fer fram í vefverslun grotta.is/knattspyrnudeild/heimaleikjakort
Continue readingÍþróttafélagið Grótta 55 ára
Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 55 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þennan dag, 24. apríl árið 1967. Í gegnum tíðina hafa ýmsar greinar verið stundaðar innan félagsins svo sem körfuknattleikur, kraftlyftingar, skák og skíði. Í dag starfar Grótta í þremur deildum, fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Continue readingÞjónustukönnun Gróttu 2021
Þjónustukönnun Íþróttafélagsins Gróttu var gerð dagana 2.-25. júní síðastliðinn. Könnunin var framkvæmd af Hólmfríði Önnu Martel Ólafsdóttur fyrir Gróttu.
Almennt má segja að ánægja foreldra með starfið sem fram fer í Gróttu sé mikil, heildaránægja mælist 4,04 af 5 mögulegum. Mjög jákvætt er að sjá líðan barna er sá þáttur sem er hæst metinn eða 4,40 sem er gríðarlega mikilvægur mælikvarði fyrir Gróttu.
Í ár spurðum við aftur sérstaklega um COVID-19. Almenn ánægja var með upplýsingagjöf Gróttu vegna faraldursins en 82% foreldra voru ýmist mjög ánægð eða frekar ánægð með upplýsingagjöf félagsins.
Niðurstöður þjónustukönnunarinnar fyrir Gróttu í heild og einstaka deildir má sjá með því að smella hér.
Upplýsingar – Æskulýðsvettvangur, samskiptaráðgjafi, o.fl.
Í ljósi umræðunar undanfarna daga viljum við upplýsa alla félagsmenn um þá verkferla og þann vettvang sem Grótta nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra málefna.
Continue readingSumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar og Gróttu sumarið 2021
Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár.
Innritun og greiðsla á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta en upplýsingar um skráningu er að nálgast hér fyrir neðan. Fyrir nánari upplýsingar veitir skrifstofa Grótta. Síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is
- Leikjanámskeið (fyrir börn fædd 2014 og 2013)
- Ævintýranámskeið (fyrir börn fædd 2012 og 2011)
- Survivor-námskeið (fyrir börn fædd 2010 – 2008)
- Smíðavöllur (fyrir börn fædd 2012 og eldri)
Leikjanámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2014 og 2013
Á leikjanámskeiðunum verður efniviðurinn sóttur í nær umhverfið og börnin æfa sig í að umgangast dýr og menn á Seltjarnarnesinu. Börnin á námskeiðum munu fara í sundferðir og skoðunarferðir. Áhersla verður lögð á útileiki og skapandi vinnu með börnunum.
Öll námskeið sumarsins verða þematengd þannig mun hvert námskeið verða ólíkt því næsta. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 – 16:00, en boðið er upp á viðveru frá klukkan 8:00 – 9:00 og 16:00 -17:00. Sækja þarf sérstaklega um þá þjónustu.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla.
Námskeiðin verða sem hér segir:
11. júní – 18. júní (Síðasti dagur skráningar er 4. júní)21. júní – 02. júlí (Síðasti dagur skráningar er 15. júní)5. júlí – 16. júlí (Síðasti dagur skráningar er 29. júní)- 9. ágúst – 20. ágúst (Síðasti dagur skráningar er 17. júlí)
Hægt er að velja heilan eða hálfan dag. Verð kr. 14.000 allur dagurinn (9:00-16:00, miðað við 10 daga). Verð kr. 7.700 hálfur dagurinn (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga). Mæting: Mýrarhúsaskóli
Innritun og greiðsla á leikjanámskeið fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Ævintýranámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2012 og 2011
Á ævintýranámskeiðunum munu verður lögð áhersla á hópefli, leiki, útiveru og ævintýri. Börnin fá tækifæri til takast á við skapandi verkefni á borð við tónlist, leiklist og myndlist. Þátttakendur munu fara í vettvagnsferðir á áhugaverða staði og sundferðir sem svíkja engan.
Öll námskeið sumarsins verða þematengd þannig mun hvert námskeið verða ólíkt því næsta. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 – 16:00, en boðið er upp á viðveru frá klukkan 8:00 – 9:00 og 16:00 -17:00. Sækja þarf sérstaklega um þá þjónustu. Mæting: Frístundaheimilið Skjólið
Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla.
Námskeiðin verða sem hér segir:
11. júní – 18. júní (Síðasti dagur skráningar er 3. júní)21. júní – 02. júlí (Síðasti dagur skráningar er 14. júní)5. júlí – 16. júlí (Síðasti dagur skráningar er 28. júní)- 9. ágúst – 20. ágúst (Síðasti dagur skráningar er 17. júlí)
Hægt er að velja heilan eða hálfan dag. Verð kr. 14.000 allur dagurinn (9:00-16:00, miðað við 10 daga). Verð kr. 7.700 hálfur dagurinn (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga).
Innritun og greiðsla á ævintýranámskeið fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Survivor–námskeið
Survivornámskeið fyrir börn fædd 2010 – 2008 verður haldið á vegum Seltjarnarnesbæjar
Survivor þema verður á námskeiðinu. Það verða búnir til tveir ættbálkar sem taka þátt í ýmsum þrautum.
Námskeiðin verða sem hér segir:
11. júní – 18. júní (Síðasti dagur skráningar er 4. júní)21. júní – 02. júlí (Síðasti dagur skráningar er 15. júní)5. júlí – 16. júlí (Síðasti dagur skráningar er 29. júní)
Á námskeiðunum verður einnig farið í bátsferð, hjólreiðaferð, sund og íþróttir auk þess sem gist verður í tjaldi/skála yfir eina nótt. Dagskrá námskeiðsins er frá klukkan 10:00-13:00 og þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og hlýjan fatnað. Mæting: Félagsmiðstöðin Selið
Verð kr. 8.000 miðað við 10 daga.
Innritun og greiðsla á Survivor námskeið fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Knattspyrnuskóli 2021
Fyrir krakka fædda 2011 til 2015
Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár.
Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá 08:00 og verða börn fædd 2015 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu.
Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari 6.fl. og 7.fl. karla ásamt góðu föruneyti þjálfara og unglinga. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.
Námskeið 1, 11. júní – 18. júní kr. 5.000Námskeið 2, 21. júní – 25. júní kr. 5.000Námskeið 3, 28. júní – 2. júlí kr. 5.000Námskeið 4, 5. júlí – 9. júlí kr. 5.000Námskeið 5, 12.júlí – 16.júlí kr. 5.000Námskeið 6, 19.júlí – 23. júlí kr. 5.000Námskeið 7, 26.júlí – 30. júlí kr. 5.000
Líkt og árið 2020 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00. Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi hafa tíma eftir æfingu til að koma sér á leikjanámskeiðið og tíma fyrir æfingu til að borða hádegismat.
Innritun og greiðsla í knattspyrnuskólann fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk
Æfðu eins og atvinnumaður
Knattspyrnudeild Gróttu býður upp á afreksæfingar fyrir leikmenn á aldrinum 2007-2010 (4.&5. flokkur). Æfingarnar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í klukkutíma í senn og ákveðið þema mun einkenna hverja æfingu.
Æfingarnar verða fyrir hádegi en nánari tímasetningar verða kynntar þegar nær dregur. Fyrsta námskeiðið hefst þann 14. júní en boðið verður upp á fjögur námskeið sem eru öll viku í senn.
Vika 1: 14-18 júníVika 2: 21-25 júníVika 3: 28 júní-2.júlíVika 4: 5-9 júlí
Verð hver vika: 5000 kr. Allar vikur valdar 14.júní-9.júlí: 13000 kr.
Fimleika- og leikjaskóli Gróttu
Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (fædd 2012-2015).
Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.
Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.
Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og þjálfari fimleikadeildarinnar.
Námskeiðin eru sem hér segir.
14. – 18. Júní (4 dagar)21. – 25. júní28. júní – 2. júlí5. – 9. Júlí12. – 16. júlí- 3. – 6. ágúst (4 dagar)
- 9. – 13. ágúst
- 16. – 20. Ágúst
Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga allan daginn) er 17.000 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.
Sumarnámskeið í hópfimleikum fyrir börn fædd 2008-2011
Fimleikadeildin verður með hópfimleikanámskeið fyrir iðkendur á aldrinum 10 – 13 ára í sumar. Námskeiðin verða frá mánudegi til fimmtudags kl. 11:30-13:30. Lagt verður áhersla í undirstöðuatriðum í hópfimleikum og krakkarnir æfa sig í dansi, dýnustökkum og æfingum á trampólíni.
Námskeiðin verða sem hér segir:
14. – 16. júní (3 dagar)21. – 24. júní28. júní – 1. júlí- 3. – 5. ágúst (3 dagar)
- 9. – 12. ágúst
- 16. – 19. ágúst
Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (4 daga) er 6000 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.
Handbolta sumarnámskeið
Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga.
Handboltaskóli
Í sumar verður boðið upp á handboltaaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 3. – 20. ágúst. Í handboltaskólanum, sem er fyrir börn fædd 2010-2015, verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa.
Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Umsjónarmaður námskeiðsins er Maksim Akbachev, yfirþjálfari handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.
Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00.
Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 20. ágúst.
Verð
- Vika 1 – kr. 5.200 (3. – 6. ágúst)
- Vika 2 – kr. 6.500 (9. – 13. ágúst)
- Vika 3 – kr. 6.500 (16. – 20. ágúst)
Ef allar vikur eru teknar kostar það 16.000 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Afreksskólinn
Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 3. – 20. ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (f. 2006-2009).
Æfingar fara fram á mánudögum og þriðjudögum kl 12:30- 14:00, miðvikudögum kl. 14:30- 16:00 og á föstudögum kl. 12:30 – 14:00. Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.
Verð:
- Vika 1 – kr. 5.000 (3. – 6. ágúst)
- Vika 2 – kr. 5.000 (9.-13. ágúst)
- Vika 3 – kr. 5.000 (16. – 20. ágúst)
Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.500 kr
Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 20.ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Fyrir nánari upplýsingar veitir skrifstofa Grótta. Síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is
Smíðavöllur – ekki lengur í boði.
Í sumar verður starfræktur smíðavöllur á vegum bæjarins fyrir börn fædd 2012 og eldri
Í sumar verður starfræktur smíðavöllur á vegum bæjarins fyrir börn fædd 2012 og eldri. Völlurinn verður staðsettur við Valhúsaskóla og er starfræktur í júní en völlurinn er opinn frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00 daglega.
Smíðavöllurinn hefst föstudaginn 11. júní og er tímabilið til 2. júlí.
Verð kr. 8.000 | Mæting: Valhúsaskóli
Ath! Þátttakendur eru á eigin vegum og geta því komið og farið að vild. Innifalið í verði er efniviður, naglar og verkfæri ásamt aðstoð frá leiðbeinanda.
Innritun og greiðsla á smíðavöllinn fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Aðalfundur Gróttu fer fram 29. apríl
Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 29. apríl 2021.
Continue readingMaksim Akbachev ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar
Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Hákon Bridde hefur sinnt undanfarið ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í samvinnu við stjórn og aðra þjálfara.Maksim gekk til liðs við Gróttu árið 2020 þegar hann hóf að þjálfa 4. flokk karla og kvenna.
Continue readingHandboltinn með fjáröflun – Kjötkompaní matarpakkar
Kjötkompaní er einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Gróttu og nú höfum við sett af stað aðra fjáröflun í samstarfi við Kjötkompaníið. Frábærir matarpakkar frá þeim eru komnir í vefverslun Gróttu og stendur fjáröflunin út laugardaginn 24. apríl.
Continue readingGrótta og Tryggja í samstarf
Íþróttafélagið Grótta og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr.
Continue readingFlügger og Grótta í samstarf
Nú gefst þér tækifæri að kaupa í gegnum staðgreiðslureikning Gróttu og fá að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger.
Continue reading