Ágúst Emil áfram á Nesinu

Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ágúst Emil er 24 ára gamall og leikur sem hægri hornamaður. Hann hefur leikið með Gróttu undanfarin fjögur tímabil og leikið samtals 84 leiki fyrir félagið. Ágúst Emil hefur leikið afar vel í vetur og skorað 43 mörk í deildinni og er með um 70% skotnýtingu. Það er mikil gleðitíðindi að Ágúst Emil verði áfram í herbúðum Gróttu.

„Ágúst Emil hefur verið vaxandi leikmaður undanfarin ár og hefur í vetur verið frábær. Það er því frábært að hann verði áfram á Nesinu. Ég hlakka mikið til að vinna með honum áfram“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu þegar samningurinn var í húsi.

Eyrún, Rebekka, Sara og Aufí valdar í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttustúlkurnar Eyrún Þórhallsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir, Sara Björk Arnarsdóttir og Arnfríður Auður Arnarsdóttir voru valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ þann 5. apríl í síðustu viku. Æfingin fór fram á Vivaldivellinum og voru 25 stúlkur frá Gróttu, KR, Val, Víking R. og Þrótti R. í hópnum sem æfði saman. Vel gert stelpur!