Aðalfundur Gróttu 27. apríl

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 27. apríl 2023. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið grotta@grotta.is

Sjálfboðaliðar ársins 2022

Án allra sjálfboðaliðanna væri starf félagsins lítilfjörlegt. Fjölmargir koma að daglegu starfi Gróttu allan ársins hring og erum við þeim gríðarlega þakklát fyrir þeirra ómetanlegu störf í þágu félagsins okkar. 

Í byrjun ársins veittu deildir félagsins viðurkenningar fyrir sjálfboðaliða ársins 2022 og þeir eru  Arnkell Bergmann Arnkelsson hjá handknattleiksdeild, Eyjólfur Garðarsson hjá fimleikadeild og Halla Bachmann Ólafsdóttir hjá knattspyrnudeild

Takk kærlega allir okkar sjálboðarliðar 🙏

Arnkell Bergmann Arnkelsson
Sjálfboðaliði handknattleiksdeildar Gróttu 2022 er Arnkell Bergmann Arnkelsson. Hann ásamt Ása heitnum og Viggó Kristjánssyni í Þýskalandi tóku við stjórn Handknattleiksdeildar í desember 2021. Þeir þrír sáu um öll mál fram að fráfalli Ása. Arnkell stóð þá einn á vaktinni á landinu en núna hefur bæst við stjórnina.
Eyjólfur Garðarsson
Sjálfboðaliði ársins 2022 fimleikadeild Gróttu er Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari. Eyjólfur hefur verið boðinn og búinn að mæta og mynda starfið hjá deildinni oft með litlum fyrirvara.  Fimleikadeild þakkar Eyjólfi fyrir óeigingjarnt starf í þágu heildarinnar. 

Halla Bachmann Ólafsdóttir 
Sjálfboðaliði ársins 2022 hjá knattspyrnudeild er Halla Bachmann Ólafsdóttir. Halla hefur reynst knattspyrnudeild drjúg um áralangt skeið. Á árinu sem var að líða tók Halla fyrst og fremst þátt í undirbúningi og framkvæmd leikja meistaraflokks kvenna, sem hún gerði af miklum myndarbrag eins og henni er von og vísa. Stjórnaði hún sölustúlkum í sjoppunni og gætti þess að kaffi og kakó væru á könnunum. Þá bakaði Halla að sjálfsögðu umtalsvert magn af vöfflum og reiddi fram með rjóma og sultu. Kunnu áhorfendur vel að meta viðurgjörninginn, raunar svo að það var umtalað í stúkunni.

13 aðilar hlutu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins þrettán aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.
Þau eru: Kári Garðarsson sem fékk gullmerki Gróttu. Anna Sóley Jensdóttir og Ragnar Rafnsson sem fengu silfurmerki félagsins. Bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson,
Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson,
Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu

Sara Björk íþróttakona æskunnar 2022

Sara Björk Arnarsdóttir knattspyrnukona er íþróttakona æskunnar 2022. Sara lék frábærlega með tveimur flokkum í sumar, þar sem hún var burðarás liðum bæði 3. og 4. flokks. Sara var á árinu valin í U-15 ára landslið Íslands og steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.

Halda áfram að lesa

Rakel valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins. Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 16.-18. janúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ, en einnig leikur liðið æfingaleik við Stjörnuna á Samsungvellinum. Liðið undirbýr sig fyrir æfingamót sem það tekur þátt í á Algarve í Portúgal 14.-22. febrúar næstkomandi.
Til hamingju Rakel og gangi þér vel!