Fimm leikmenn úr 3. flokki karla í Gróttu hafa verið valdir af landsliðsþjálfara U16 til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ 26.-28. október. Það eru þeir Hannes Ísberg Gunnarsson, Krummi Kaldal Jóhannsson, Kjartan Kári Halldórsson, Grímur Ingi Jakobsson og Orri Steinn Óskarsson!
Halda áfram að lesaArnar og Bjössi taka við 6. flokk kvenna
Þá er komið að því að kynna þjálfara 6. flokks kvenna en þeir ættu að vera öllu Gróttu fólki góðkunnugir. Þeir Arnar Þór Axelsson og Björn Breiðfjörð Valdimarsson hafa tekið við flokknum og eru spenntir fyrir komandi tímabili.
Halda áfram að lesaÞjálfarar í 2. og 3. flokki kvenna kynntir til leiks
2 og og 3. flokkur kvenna hefur hafið æfingar og því er tilvalið að kynna þjálfara flokksins til leiks. Þeir Guðmundur Guðjónsson og Pétur Rögnvaldsson munu þjálfa 3. flokk kvenna. Guðmundur tekur einnig við 2. flokki kvenna af Magnúsi Erni.
Halda áfram að lesaMagnús Örn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Arnar Helgasonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna.
Halda áfram að lesaVinnan er rétt að byrja
Eins og kunnugt er tryggði meistaraflokkur karla sér sæti í Inkasso-deildinni, næst efstu deild, laugardaginn 22. september, þegar liðið sigraði Hugin fyrir framan fulla stúku í frábæru haustveðri.
Halda áfram að lesaFimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ
Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!
Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!
Fimm leikmenn Gróttu í liði ársins í 2. deild
Lokahóf 2. deildar og Inkasso deildar karla og kvenna var haldið á Hard Rock við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Halda áfram að lesaUppskeruhátíð knattspyrnudeildarinnar
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Gróttu fór fram í hátíðarsal Gróttu í gær. Í fyrsta holli var 5. – 8. flokkur þar sem flokkarnir voru fengnir upp, þjálfarar sögðu nokkur orð og allir fengu viðurkenningarskjöl.
Halda áfram að lesaLokahóf meistaraflokka Gróttu
Lokahóf meistaraflokka Gróttu var haldið með pomp og prakt í gærkvöldi eftir frábært sumar. Meistaraflokkur kvenna endaði í 4. sæti í 2. deild og meistaraflokkur karla í 2. sæti og komust upp í Inkasso-deildina!
Halda áfram að lesaGrótta er komið í INKASSO 2019
Meistaraflokkur karla eru komnir í Inkasso deildina 2019 eftir sannfærandi 4-0 sigur á Huginsmönnum í gær á Vivaldivellinum.
Halda áfram að lesa