Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.
Grímur Ingi og Orri Steinn á leið til Hvíta Rússlands með U17
Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson og Grímur Ingi Jakobsson eru í hóp U17 karla sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Ísland er í riðli með Georgíu, Tadsíkistan og Ísrael á mótinu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum innilega til hamingju með valið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Hvíta Rússlandi!
Hákon valinn í æfingahóp U19 ára landsliðsins
Meistaraflokkur karla í 4. sæti í valinu á liði ársins
Kvennalið Vals í körfubolta var valið lið ársins á kjöri Íþróttamanns ársins í Hörpu þann 28. desember s.l. Þess ber að geta að karlalið Gróttu í knattspyrnu var í fjórða sæti í valinu á liði ársins! Eins og kunnugt er sigruðu strákarnir Inkasso-deildina sem nýliðar, eftir að hafa verið spáð 9. sæti fyrir mót. Ekkert knattspyrnulið hlaut fleiri atkvæði í kjörinu og má því að segja að Grótta sé knattspyrnulið ársins að mati íþróttafréttamanna!
Grímur Ingi valinn í æfingahóp U17 ára landsliðsins
Hákon Rafn framlengir við Gróttu
Markmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Þetta er mikið fagnarefni fyrir félagið enda Hákon einn allra efnilegasti markmaður landsins. Hákon sem er fæddur árið 2001 kom inní lið Gróttu árið 2018 og í sumar lék hann alla 22 leiki liðsins í Inkasso-deildinni og í lok tímabilsins var hann valinn í úrvalsliðs ársins hjá Fótbolti.net.
Hákon hefur varið mark U19 ára landsliðsins í ár og var kallaður til æfinga hjá U21 árs landsliðinu nú í haust. Hans bíður spennandi verkefni með nýliðum Gróttu í Pepsi Max deildinni næsta sumar.
Fyrsti þjálfarinn úr Gróttu í atvinnumennsku (staðfest) – Bjarki Már til Katar
Fréttir dagsins eru sannarlega gleðilegar en okkar eini sanni Bjarki Már Ólafsson er að taka til starfa hjá katarska stórliðinu Al Arabi ásamt Heimi Hallgrímssyni fyrrum landsliðsþjálfara.
Halda áfram að lesa6. flokkur karla á Keflavíkurmóti
Kjartan Kári og Grímur Ingi á U17 ára úrtaksæfingar
Kjartan Kári og Grímur Ingi hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 ára landsliðsins sem fara fram 25.-27. nóvember.
Halda áfram að lesa7. flokkur karla og kvenna á Krónumóti HK
7. flokkar Gróttu skemmtu sér vel á Krónumóti HK helgina 16.-17. nóvember. 7. flokkur karla spilaði í Kórnum á laugardeginum og tefldu drengirnir fram sjö liðum en stelpurnar spiluðu í fimm liðum á sunnudeginum.
Þetta var fyrsta vetrarmótið hjá flokkunum og því mikil tilhlökkun sem stóðst allar væntingar. Sigrar, töp en umfram allt mikil stemning.