Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um nýtt og umfangsmeira hlutverk Péturs Más Harðarsonar hjá knattspyrnudeild Gróttu.
Halda áfram að lesaKnattspyrnuskóli Gróttu fyrir krakka fædd árið 2010 til 2014
Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti.
Halda áfram að lesaGróttuvörur til sölu
Gróttuvarningur fyrir völlinn í sumar fyrir börn og fullorðna 🌞 Um er að ræða fjáröflun fyrir knattspyrnudeildina. Pantanir berast á gullijons@grottas.is
Halda áfram að lesaGróttumót 7. flokks karla haldið í þriðja sinn á Vivaldivellinum
Gróttumót 7. flokks karla var haldið í þriðja sinn síðastliðinn sunnudag. Sólin skein á Vivaldivellinum þegar 250 drengir víðsvegar af landinu spiluðu fótbolta af kappi. Grótta, Víkingur R., KR, ÍR, Leiknir R., Hamar, Álftanes, Skallagrímur og KFR tefldu fram liðum á mótinu sem gekk vonum framar. Allir þátttakendur fóru glaðir heim með Floridana safa, medalíu og gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna.
Benedikt Bjarnason tók liðsmyndir á mótinu en þær má allar finna á facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.
Jórunn María áfram verkefnastjóri knattspyrnudeildar
Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann, sem hefur starfað sem verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar frá því í ársbyrjun 2018, gerði nú á dögunum áframhaldandi samning við knattspyrnudeildina út árið 2020.
Halda áfram að lesaAxel Sigurðarson í Gróttu
Sóknarmaðurinn Axel Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Axel spilaði mikilvægt hlutverk í Gróttuliðinu síðasta sumar en þá spilaði hann 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim þrjú mörk. Axel á að baki sér 47 meistaraflokks leiki en hann hefur einnig spilað með KR, HK og ÍR.
Það er mikið gleðiefni að Axel muni spila með Gróttu á komandi tímabili, enda öflugur sóknarmaður sem mikils er vænst af. Við bjóðum Axel hjartanlega velkominn aftur á Nesið!
Tinna Brá á leið til Ungverjalands með U17 ára landsliðinu
Tinna Brá Magnúsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í milliriðli í Ungverjalandi 16.-25. mars.
Halda áfram að lesaTengslin efld milli meistaraflokks og yngri flokka
Þjálfarar meistaraflokks kvenna, þeir Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson, hrintu af stað nýju verkefni fyrr í vikunni sem stuðlar að því að efla tengsl milli meistaraflokks og yngri flokka. Nokkrum sinnum í mánuði verða tveimur duglegum stelpum úr 4. eða 5. flokki boðið að mæta á meistaraflokksæfingu.
Stelpurnar kíkja inn í klefa fyrir æfingu og sitja stuttan fund með liðinu, taka svo þátt í upphitun og léttum boltaæfingum. Verkefnið fór af stað á þriðjudaginn þegar þær Nína og Aufí úr 5. flokki voru með á meistaraflokksæfingu og stóðu sig með eindæmum vel!
Hákon valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 3.-5. mars
Halda áfram að lesaSigný Ylfa gengin til liðs við Gróttu
Hin 18 ára gamla Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Signý spilar sem framherji en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og nokkra Lengjubikar- og Reykjavíkurmótsleiki fyrir Val.
Við bjóðum Signýju velkoma á Nesið og hlökkum til að fylgjast með henni í bláu treyjunni í sumar.