Maximilian til liðs við Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Svíann Maximilian Jonsson um að leika með liðinu til næstu tveggja keppnistímabila. Maximilian eða Max, eins og hann er jafnan kallaður er 195 cm á hæð, 28 ára gamall og spilar stöðu hægri skyttu.

Halda áfram að lesa

Flottar helgar hjá 5.flokki karla

Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.

Halda áfram að lesa

Grótta sigurvegari á UMSK-mótinu

Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.

Halda áfram að lesa