Handboltablað Gróttu 2017 er komið út

Nú á dögunum gaf handknattleiksdeild Gróttu út veglegt handboltablað. Markmiðið er að kynna það öfluga starf sem deildin stendur fyrir og afla tekna í leiðinni. Blaðinu er dreift í öll hús á Seltjarnarnesi auk þess sem það mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, s.s. veitingahúsum og stofnunum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Halda áfram að lesa

Bjarni Ófeigur semur við Gróttu

Grótta og Valur hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Vals verði lánaður til Gróttu keppnistímabilið 2017-2018. Bjarni Ófeigur varð bikarmeistari með sterku 3. flokks liði Vals á nýliðnum vetri auk þess að skora 95 mörk í 15 leikjum með Val-U í 1. deild karla. Bjarni sem er vinstri skytta, er einnig lykilmaður í sterku U-19 ára landsliði karla sem leikur á lokamóti HM í Georgíu í næstu viku.

Halda áfram að lesa

Hreiðar Levý til Gróttu

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Halda áfram að lesa

Maximilian til liðs við Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Svíann Maximilian Jonsson um að leika með liðinu til næstu tveggja keppnistímabila. Maximilian eða Max, eins og hann er jafnan kallaður er 195 cm á hæð, 28 ára gamall og spilar stöðu hægri skyttu.

Halda áfram að lesa