Í gær vannst sigur í seinasta leik tímabilsins gegn HK-U 32-28 eftir að hafa verið 13-15 undir í hálfleik. Stelpurnar enda því tímabilið í 7.sæti í Grill-66 deildinni eftir mikla baráttu þetta árið. Nánari samantekt um tímabilið er væntanleg.
Halda áfram að lesaViggó til Þýskalands
Gróttu-maðurinn Viggó Kristjánsson skrifaði í dag undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Leipzig og mun ganga í raðir félagsins í sumar.
Halda áfram að lesaSvekkjandi tap gegn Akureyri
Gróttu-strákar héldu um helgina norður yfir heiðar til að mæta heimamönnum í Akureyri. Ljóst var fyrir leik að gríðarlega mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið sem sátu fyrir leik jöfn á botninum með 8 stig.
Halda áfram að lesaMikilvægur sigur á KA
Gróttu-strákar unnu á sunnudag 4 marka sigur á KA á heimavelli, 29-25. Sigurinn var langþráður en Gróttu-liðið ekki unnið síðan í 7.umferð.
Halda áfram að lesaÖflugur janúar mánuður hjá meistaraflokki kvenna
Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og hafa frá því að jólafríinu lauk og spiluðu 3 leiki í janúar.
Halda áfram að lesaYngri landslið kvenna – Grótta á 5 fulltrúa!
Þjálfarar U-17 ára og U-19 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum æfingarhópa sem koma saman dagana 22-25 nóvember n.k.
Halda áfram að lesaJafntefli gegn Akureyri og bikarkeppnin hefst í vikunni
Meistaraflokkur karla tók á sunnudag á móti Akureyri í sannkölluðum 4ra stiga leik í Olís-deildinni. Bæði lið að berjast í neðri hluta deildarinnar en Gróttu-liðið í dauðafæri í þessum leik að slíta sig frá Akureyri sem sátu fyrir leikinn í botnsætinu.
Halda áfram að lesaLandsliðsmenn Gróttu á ferðinni um helgina
Um helgina voru yngri landslið Íslands í handbolta á ferðinni og átti Grótta sína fulltrúa í U-17, U-19 og U-21 árs landsliðinu.
U-17 ára landslið karla hélt til Frakklands og lék þar á sterku 4 landa æfingarmóti en fulltrúar Gróttu í ferðinni voru þeir Ari Pétur Eiríksson og Gunnar Hrafn Pálsson.
Strákarnir léku gegn heimamönnum í Frakklandi, Sviss og Króatíu og upplifðu þar jafntefli, sigur og tap gegn þessum sterku þjóðum. Okkar strákar stóðu sig með mikilli prýði en Gunnar Hrafn skoraði 5 mörk í leikjunum þremur og Ari Pétur 2 mörk.
U-19 ára landslið karla æfði hér heima á Íslandi yfir helgina og áttum við einn fulltrúa þar í Kára Rögnvaldssyni.
U-21 árs landsliðið spilaði svo hér heima tvo æfingarleiki við sterkt lið Frakka og átti Grótta 3 fulltrúa í hópnum, þá Hannes Grimm, Alexander Jón og Svein Jose Riviera. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn og vannst þar frábær sigur 28-24 og skoruðu þeir Sveinn og Alexander sitthvort markið í þeim leik. Síðari leikurinn fór fram daginn eftir og tapaðist hann 21-26 og skoraði Hannes Grimm 1 mark í þeim leik.
Drengirnir voru flottir fulltrúar félagsins um helgina og vonumst við til að sjá þá leika enn fleiri landsleiki í framtíðinni.
Gróttu fólk á ferð og flugi – 2.hluti
Fréttastofa handknattleiksdeildar fór á dögunum á flakk þar sem ferðinni var heitið til hinna ýmsu borga og bæja víðsvegar um Evrópu þar sem við tókum hús á uppöldu Gróttu-fólki sem er að lifa draum atvinnumannsins í handbolta.
Halda áfram að lesaFrábær sigur gegn Fram
Meistaraflokkur karla hélt í Safamýrina í gærkvöldi og mættu þar heimamönnum í Fram í 6.umferð Olísdeildar-karla.
Halda áfram að lesa