Grótta og Seltjarnarnesbær undirrituðu í gærkvöldi nýjan þjónustusamning. Undirritunin fór fram í hálfleik á sigurleik Gróttu gegn ÍBV í Olís deild karla. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Með nýjum þjónustusamningi hækkar fjárframlag Seltjarnarnesbæjar til Gróttu sem kemur sér vel í rekstri félagsins.
Halda áfram að lesaAnna Úrsúla nýr verkefnastjóri Gróttu
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttafélagsins Gróttu. Anna er Gróttufólki að góðu kunn enda uppalinn innan raða félagsins sem iðkandi hjá handknattleiksdeild. Hún var fyrirliði meistaraflokks þegar liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari árið 2015 og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli ári seinna.
Halda áfram að lesaNýtt sundtímabil byrjað hjá KR
Ný æfingatafla Sunddeildar KR er komin á vefsíðu KR og opnað hefur verið fyrir skráningar. KR hvetur alla til að koma og prófa æfingar og taka þátt í metnaðarfullu íþróttastarfi með reynslumiklu þjálfarateymi.
Halda áfram að lesaAfreksskóli Gróttu
Afreksskóli Gróttu er hafinn. Skólinn markar upphaf nýs keppnistímabils og því frábært samhliða hefðbundnum æfingum og áður en þær hefjast.
Skólinn er fyrir unglinga f. 2008-2011 og verður afrekshugsun höfð að leiðarljósi á æfingunum.
Æfingatímarnir eru 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Þá viku sem frídagur verslunarmanna kemur upp á mánudegi verður sú æfing færð á föstudaginn 11.ágúst kl. 12:00-13:30.
Nánari upplýsingar: https://grotta.is/sumar-2023/
Skráning hérna: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti
Þjónustukönnun Gróttu 2023
Þetta er sjötta árið í röð sem íþróttafélagið Grótta gerir þjónustukönnun meðal foreldra og forráðamanna iðkenda sinna.
Halda áfram að lesaJÁVERK og Grótta gera með sér samstarfssamning!
Íþróttafélagið Grótta og JÁVERK hafa gert með sér samstarfssamning þar sem JÁVERK verður einn af aðalbakhjörlum félagsins til ársins 2026. JÁVERK er öflugt verktakafyrirtæki sem einblínir á traustan og ábyrgan rekstur.
Halda áfram að lesaGulli íþróttastjóri kveður Gróttu og snýr sér að öðrum verkefnum
Gunnlaugur Jónsson eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður lét af störfum hjá Íþróttafélaginu Gróttu í lok síðustu viku. Gulli kom til starfa sem íþrótta- og verkefnastjóri félagsins haustið 2019.
Halda áfram að lesaMiðasala á Verbúðarballið hafin
Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.
Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA
Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023
Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.
ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið
Sumarnámskeiðin hefjast næsta mánudag
Sumarnámskeið Gróttu hefjast næsta mánudag (12. júní) og nú í þessari viku er undirbúningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Hluti af undirbúningum var skyndihjálparnámskeið sem var haldið í gær en þar mættu einnig húsverðir íþróttamannvirkjanna. Guðjón Einar Guðmundsson var leiðbeinandi en hann hefur 17 ára reynslu í sjúkraflutningum og slökkviliðs starfi auk þess hafa að vera virkur fimleikum á árum áður.
Námskeiðið gekk vel og nú getum við ekki beðið eftir að sumarnámskeiðin hefjist.
VERKfALLIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á SUMARNÁMSKEIÐIN !
Það hafa borist fyrirspurnir á skrifstofuna hvort verkfallið hafi áhrif á sumarnámskeiðin og svarið er nei – þau hafa engin áhrif á námskeiðin.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN
Síðasti skráningardagur fyrir námskeiðin sem hefjast næsta mánudag er á morgun föstudag (9.júní)
Allar upplýsingar um námskeið og skráningu er hér:

Guðjón Einar Guðmundsson
Grótta og Dusty bjóða upp á rafíþróttanámskeið
Rafíþróttanámskeið fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014 verður haldið á vegum Gróttu og rafíþróttafélags DUSTY
Námskeiðin verða sem hér segir:
Námskeið 1: (26. júní – 30. júní) (Síðasti dagur skráningar er 26. júní)
Námskeið 2: (3.júlí – 6. júlí) (síðasti dagur skráningar 2. júlí)
Yngri hópur: (9-12 ára) kennt: 9:00-13:00
Eldri hópur: (13-16 ára) kennt: 14:00-18:00
Staðsetning námskeiðs Skútuvogur 1G, efsta hæð!
Takmarkaður fjöldi: Það komast 10 að á hverju námskeiði.
LÝSING Á NÁMSKEIÐI
Grótta og rafíþróttafélagið Dusty hafa tekið höndum saman í að bjóða uppá sumarnámskeið í rafíþróttum fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skemmtilega og fjölbreytta upplifun iðkenda.
Á námskeiðinu verður einblínt á eftirfarandi leiki: Fortnite, Valorant, Overwatch 2 og CS:GO. Farið verður yfir lykilhugtök í leikjunum og grunnfærni (core mechanics) í leikjunum æfð. Þá er lögð áhersla á að kynna mikilvægi og ávinning heilbrigðra spilahátta á frammistöðu og upplifun af leikjum ásamt því að hreyfing verður partur af hverri æfingu.
Sumarnámskeið Gróttu og Dusty í rafíþróttum eru fullkominn vettvangur fyrir metnaðarfulla spilara sem vilja bæta sig og kynnast öðrum til að spila með.
Á lokadegi námskeiðisins býðst öllum iðkendum tækifæri á að spreyta sig á áskorunum í leikjum námskeiðisins og fá allir sem taka þátt viðurkenningu og verðlaun frá Gróttu og Dusty
Verð kr. 19.990.- (5 dagar)
DUSTY var stofnað árið 2019 og hefur haldið úti keppnisliðum í rafíþróttum síðan þá. Liðið er sigursælasta rafíþróttalið Íslands og ásamt því að hafa unnið fjöldan allan af keppnum á Íslandi í CS:GO, Valorant, Rocket League og League of Legends, þá hefur liðið unnið stór erlend mót í tvígang. DUSTY hefur einnig unnið með nokkrum af stærstu rafíþróttaliðum heims í ýmsum verkefnum, eins og t.a.m. Cloud9 og Vitality.
Frá ársbyrjun 2023 hefur DUSTY haldið útí yngri flokka starfi og nú standa börnum og unglingum í Gróttu það til boða að sækja þangað námskeið.
Innritun og greiðsla á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum
-Eldri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODc=?
-Yngri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODY=?
Upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, grotta.is/sumar-2023/ eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is
Opnað verður fyrir skráningu 31. maí kl. 15:00