Gróttu-stelpur gerðu sér ferð á föstudagskvöldið upp í Árbæ, nánar tiltekið í Fylkis-höllina þar sem þær mættu heimastúlkum í Fylki í 4.umferð Grill-66 deildinni. Stelpurnar höfðu byrjað tímabilið ágætlega en eftir skell í fyrsta leik liðsins voru komnir 2 sigurleikir í röð á töfluna og því mikið sjálfstraust í liðinu fyrir þennan leik gegn Fylki.
Halda áfram að lesaFyrsti sigur vetrarins í hús gegn KA!
Gróttu-strákar héldu norður til Akureyrar í gærmorgun þar sem á dagskránni var leikur við heimamenn í KA um kvöldið. Fyrir leikinn var Gróttu-liðið án stiga í 11 sæti deildarinnar en KA-menn með 4 stig í 6 sæti deildarinnar.
Halda áfram að lesaÞjónustukönnun Gróttu
Þjónustukönnun Íþróttafélagsins Gróttu var gerð dagana 24. maí til 14. júní síðastliðinn. Könnunin var framkvæmd af Capacent fyrir Gróttu.
Halda áfram að lesaÞjálfarar í 2. og 3. flokki kvenna kynntir til leiks
2 og og 3. flokkur kvenna hefur hafið æfingar og því er tilvalið að kynna þjálfara flokksins til leiks. Þeir Guðmundur Guðjónsson og Pétur Rögnvaldsson munu þjálfa 3. flokk kvenna. Guðmundur tekur einnig við 2. flokki kvenna af Magnúsi Erni.
Halda áfram að lesaStórsigur á Stjörnunni U
Meistaraflokkur kvenna lék í gærkvöldi sinn fyrsta heimaleik í vetur þegar Stjarnan U kom í heimsókn í Hertz-höllina. Mikil eftirvænting ríkti í liðinu að fá loksins heimaleik og spila fyrir framan fólkið sitt.
Halda áfram að lesaMagnús Örn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Arnar Helgasonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna.
Halda áfram að lesaVinnan er rétt að byrja
Eins og kunnugt er tryggði meistaraflokkur karla sér sæti í Inkasso-deildinni, næst efstu deild, laugardaginn 22. september, þegar liðið sigraði Hugin fyrir framan fulla stúku í frábæru haustveðri.
Halda áfram að lesaFimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ
Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!
Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!
Grótta á 7 fulltrúa í yngri landsliðum um helgina
Yngri landslið Íslands æfa saman um helgina og á Grótta 7 fulltrúa í þessum liðum.
Halda áfram að lesaFimm leikmenn Gróttu í liði ársins í 2. deild
Lokahóf 2. deildar og Inkasso deildar karla og kvenna var haldið á Hard Rock við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Halda áfram að lesa